
01/01/2025
Huldustígur vill óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs 2025, og þakkar ykkur samstarfið á liðnum árum.
Árið 2024 var viðburðarríkt á svo margan hátt.
Helst ber að nefna gott og farsælt samstarf við marga einstaklinga, félagssamtök, skólastofnanir, sendiráð Íslands nokkrum löndum og fyrirtæki bæði innanlands sem utan, sem sáu hversu mikilvægt það er að halda áfram að tengjast og finna fyrir náttúrunni, frásögnum af álfum, huldufólki, drekum, tröllum og hafmeyjum. Leyfa innsæinu og sköpunarkraftinum okkar að birta þessa tilfinningu sem við finnum fyrir í orku náttúrunnar á svo mörgum sviðum, í tónum, leikverkum, ritmáli og málverkum eins og fyrri kynslóðir hafa gert í ræðu og riti.
Huldustígur vill halda áfram að efla fræðslu til íbúa landsins okkar og annarra landa í kringum okkur. Fyrir allar kynslóðir þvert á menningu og tungumálabakgrunn okkar sem hér búum.
Að næra og styðja við innsæið og tilfinningu fyrir nærumhverfi okkar hefur líklega aldrei verið mikilvægari en nú, á þeim tímum sem margir vilja styðja sig við gervigreind.
Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem er verkefnastjóri Huldustígs ehf. býður upp á fræðslu í fyrirlestraformi, styttri og lengri námskeið sem leiða fólk til þess að efla innsæið sitt, skynjun og skylning á sambandi sínu við náttúruna.
Ráðstefnan, Huldufólk og álfar í heimamyggð sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri vorið 2024 var fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en þar kom saman fræða og áhugafólk um okkar óáþreyfanlega mennngararf sem snýr að hinni huldu þjóð Íslands.
Sú ráðstefna var undanfari ráðstefnu sem halda á 31.maí 2025, einnig í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ráðstefnan verður alþjóðleg og nefnist Tales of the Nature Spirits/Saga náttúruvættana.
Ráðstefnan fer fram á ensku í þetta skiptið og markmið hennar er auðga skilning okkar, þvert á þjóðerni og tungumál, á þeim óáþreifanlega menningararfi er snýr að álfum, huldufólki og öðrum náttúruvættum og um leið að skapa aukin og ný tækifæri á sviði samstarfs, rannsókna, ferðaþjónustu, menningar og lista, auk útflutnings á þekkingu okkar og skynjun á landi og þjóð, sem er mjö sérstök í dag.
Mörg af okkur þurfum stuðning og skylning á því sem var og er í kringum okkur - til þess að geta sagt frá því til næstu kynslóðar á hvaða tungumáli sem er og til okkar erlendu gesta sem sækja okkur heim og vilja kynnast sérstöðu okkar menningu, túngumáls og sögu.