Huldustígur

Huldustígur Huldustígur um Lystigarðinn á Akureyri. The Hidden Trail walk in the Botanical Garden of Akureyri.

Huldustígur vill óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs 2025, og þakkar ykkur samstarfið á liðnum árum.Árið 2024 var viðburð...
01/01/2025

Huldustígur vill óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs 2025, og þakkar ykkur samstarfið á liðnum árum.
Árið 2024 var viðburðarríkt á svo margan hátt.
Helst ber að nefna gott og farsælt samstarf við marga einstaklinga, félagssamtök, skólastofnanir, sendiráð Íslands nokkrum löndum og fyrirtæki bæði innanlands sem utan, sem sáu hversu mikilvægt það er að halda áfram að tengjast og finna fyrir náttúrunni, frásögnum af álfum, huldufólki, drekum, tröllum og hafmeyjum. Leyfa innsæinu og sköpunarkraftinum okkar að birta þessa tilfinningu sem við finnum fyrir í orku náttúrunnar á svo mörgum sviðum, í tónum, leikverkum, ritmáli og málverkum eins og fyrri kynslóðir hafa gert í ræðu og riti.
Huldustígur vill halda áfram að efla fræðslu til íbúa landsins okkar og annarra landa í kringum okkur. Fyrir allar kynslóðir þvert á menningu og tungumálabakgrunn okkar sem hér búum.
Að næra og styðja við innsæið og tilfinningu fyrir nærumhverfi okkar hefur líklega aldrei verið mikilvægari en nú, á þeim tímum sem margir vilja styðja sig við gervigreind.
Bryndís Fjóla Pétursdóttir sem er verkefnastjóri Huldustígs ehf. býður upp á fræðslu í fyrirlestraformi, styttri og lengri námskeið sem leiða fólk til þess að efla innsæið sitt, skynjun og skylning á sambandi sínu við náttúruna.
Ráðstefnan, Huldufólk og álfar í heimamyggð sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri vorið 2024 var fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en þar kom saman fræða og áhugafólk um okkar óáþreyfanlega mennngararf sem snýr að hinni huldu þjóð Íslands.
Sú ráðstefna var undanfari ráðstefnu sem halda á 31.maí 2025, einnig í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Ráðstefnan verður alþjóðleg og nefnist Tales of the Nature Spirits/Saga náttúruvættana.
Ráðstefnan fer fram á ensku í þetta skiptið og markmið hennar er auðga skilning okkar, þvert á þjóðerni og tungumál, á þeim óáþreifanlega menningararfi er snýr að álfum, huldufólki og öðrum náttúruvættum og um leið að skapa aukin og ný tækifæri á sviði samstarfs, rannsókna, ferðaþjónustu, menningar og lista, auk útflutnings á þekkingu okkar og skynjun á landi og þjóð, sem er mjö sérstök í dag.
Mörg af okkur þurfum stuðning og skylning á því sem var og er í kringum okkur - til þess að geta sagt frá því til næstu kynslóðar á hvaða tungumáli sem er og til okkar erlendu gesta sem sækja okkur heim og vilja kynnast sérstöðu okkar menningu, túngumáls og sögu.

29/12/2024
Huldustígur verður á Jólatorginu í dag Frá kl 14:00 - 17:00 🎅ÉG ÆTLA AÐ LÆKKA VERÐIÐ Á BEZTU VISKASTYKKJUNUM Í DAG
22/12/2024

Huldustígur verður á Jólatorginu í dag
Frá kl 14:00 - 17:00 🎅
ÉG ÆTLA AÐ LÆKKA VERÐIÐ Á BEZTU VISKASTYKKJUNUM Í DAG

Að gefa upplifun 💝Hjá Huldustíg er hægt að panta rafrænt gjafabréf sem hægt er að senda samhliða jólakveðjunni.  Gjafabr...
18/12/2024

Að gefa upplifun 💝
Hjá Huldustíg er hægt að panta rafrænt gjafabréf sem hægt er að senda samhliða jólakveðjunni. Gjafabréfin eru sérstaklega skrifuð fyrir hvern og einn og það er vel hægt að skrifa textan sem þú velur.
Góð gjöf sem nýta má allt árið, úti í náttúrunni með hinni huldu þjóð Íslands.

17/12/2024

Jólatorgið verður opið um helgina sem og á Þorláksmessukvöld🫶

Sjáðu dagskrána í frétt í fyrstu athugasemd.

17/12/2024
Viskustykkin komin aftur, með teikningum eftir Rakel Hinriksdottir af huldumanninum Heimi sem dvelur í Lystigarðinum á A...
11/12/2024

Viskustykkin komin aftur, með teikningum eftir Rakel Hinriksdottir af huldumanninum Heimi sem dvelur í Lystigarðinum á Akureyri.
Fàst nú í Kista í Menningarhúsinu Hofi og Blómabúð Akureyrar í Kaupangi.

11/12/2024

Fyrir skömmu var tilkynnt um þau verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra fyrir árið 2025. Það er ánægjulegt að segja frá því að meðal styrkþega eru þrír félagar AkAk: Bryndís Fjóla Pétursdóttir, Pétur Guðjónsson og Þórhallur S. Bjarnason. Verkefni Þórhalls er á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og Bryndísar Fjólu og Péturs á sviði menningar, og hafa þau unnið að mótun verkefnanna í húsnæði AkAk. Við óskum Bryndísi Fjólu, Pétri og Þórhalli innilega til hamingju með verkefnastyrkina.

Hér er nánari lýsing á styrktarverkefnunum:

Bryndís Fjóla Pétursdóttir: Alþjóðlega ráðstefnan, Tales of the Nature Spirits/Saga náttúruvættanna
Verkefnið felur í sér alþjóðlega ráðstefnu sem verður haldin 31. maí 2025 í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi og verður henni fylgt eftir með vinnustofu þann 1. júní í hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Ráðstefnan fer fram á ensku og er markmið hennar að auðga skilning okkar, þvert á þjóðerni og tungumál, á þeim óáþreifanlega menningararfi er snýr að álfum, huldufólki og öðrum náttúruvættum og um leið að skapa aukin og ný tækifæri á sviði samstarfs, rannsókna, ferðaþjónustu, menningar og lista, auk útflutnings á þekkingu okkar og skynjun á landi og þjóð.

Pétur Guðjónsson: Vorsýning Leiklistarskóla Draumaleikhússins
Leiklistarskóli Draumaleikhússins er á sinni annarri önn vorið 2025. Markmið Draumaleikhússins er að verða vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, bæði aðilum í framhaldsskóla, eftir framhaldsskóla eða utan hans. Einnig fyrir aðra aldurshópa með styttri sérnámskeiðum. Markmiðið er að sýna afrakstur hverrar annar í lok hennar. Það er mikilvægt að almenningur fái að njóta afrakstursins og hluti af uppbyggingu skólans, er að sýna leiksýningu í lok annar.

Þórhallur S. Bjarnason: Vistvænn orkuberi úr hreinum auðlindum
Nýsköpunarfyrirtækið E-Valor ehf. er að þróa afurðavinnslu með einkaleyfisverndaðri tækni sem nýtir raforku, varma og ferskvatn til framleiðslu á vistvænu og hreinu vetni, sem nýtt verður fyrir kolefnisfrí orkuskipti í samgöngum á sjó og landi. Afurðavinnslan byggir á einkaleyfisvernduðum tæknilausnum sem hafa verið þróaðar í um tuttugu ár. Starfsemin verður skipulögð og byggð upp í samvinnu við opinbera aðila og starfandi fyrirtæki með áherslu á hreinorkuskipti í samgöngum.

Góðar fréttir :) Forsala er hafin á Mak og Tix. Kennarar á öllum skólastigum, ferðaþjónustuaðilar, sagnfræðingar, þjóðfr...
09/12/2024

Góðar fréttir :) Forsala er hafin á Mak og Tix.
Kennarar á öllum skólastigum, ferðaþjónustuaðilar, sagnfræðingar, þjóðfræðingar, mannfræðinga, náttúrufræðingar og allir listamenn og listinn er ótæmandi.
Huldufólk, álfar og aðrir náttúruvættir koma víða við sögu, hvort það er í skynjun á okkur sjálfum með náttúrunni, í grenndarkennslu, listsköpun, lestur á skáldverkum okkar, handritasmíð, kvikmyndum og eða þegar við hlustum á sögur frá ömmu og afa.
Við viljum geta frætt okkar fólk, sem kemur með annan menningar og tungumála bakgrunn til landsins. Þess vegna er ráðstefnan á ensku 2025.
Ráðstefnan í ár er haldin í framhaldi af afar farsælli og vel heppnaðri ráðstefnu, Huldustígs ehf. sem haldin var um álfa og huldufólk í heimabyggð sem haldin var í Hofi á Akureyri 20. Apríl 2024.
Uppselt var á þá ráðstefnu !

En þessu sinni hefur Bryndís Fjóla Pétursdóttir, verkefnastjóri Huldustígs ehf, gengið til samstarfs við Huldu náttúruhugvísindasetur og mun setrið taka þátt í undirbúningi og skipulagningu viðburðarins og aðdraganda.

Viðburðurinn er styrktur af SSNE og Fjord Loft

Listakonan Rakel Hinriksdottir sem hefur unnið með Huldustíg frá upphafi, stígur hér fast til jarðar og skapa Skjálfanda...
02/12/2024

Listakonan Rakel Hinriksdottir sem hefur unnið með Huldustíg frá upphafi, stígur hér fast til jarðar og skapa Skjálfandafljóti rödd sem birtist í undurfögrum og grípandi vatnslistaverkum Rakelar.
Ég mæli með því að þið gerið ykkur leið í Sparisjóðinn á Húsavík og vitjið verka hennar og orku Skjálfandafljóts 🇮🇸

Fimmtudaginn 5. desember opnar formlega nýtt og endurbætt útibú á Garðarsbraut 26, Húsavík.

Address

Víðilundur 4
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Huldustígur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Huldustígur:

Share

Category