Laxá á Keldum

Laxá á Keldum Laxá á Keldum er mikilfengleg lindá / jökulá með bergvatnsám sem renna í stórbrotnu umhverfi.

Laxá á Keldum is a magnificent spring / glacial river with rock water streams

22/06/2025

Við seiðasleppingar 2024 á efra svæði Laxár á Keldum við mörk hálendisins

Laxá á Keldum við Fossdali ofan Keldnafoss
21/06/2025

Laxá á Keldum við Fossdali ofan Keldnafoss

Haldfossar í Laxá á Keldum
20/06/2025

Haldfossar í Laxá á Keldum

Laxá á Keldum er ekki lengur aðeins náttúrulegur árfarvegur.Hluta af vatni árinnar hefur verið veitt inn í gamlan árfarv...
18/06/2025

Laxá á Keldum er ekki lengur aðeins náttúrulegur árfarvegur.
Hluta af vatni árinnar hefur verið veitt inn í gamlan árfarveg og þar með skapast ný u.þ.b. tveggja kílómetra hliðará. Rennsli hennar er stýrt, vatnið hitnar á leið sinni yfir heitan sandbotn og um manngerðar vermitjarnir sem skapa skjól og hita fyrir lífríkið.

Þetta nýja vatnakerfi hefur myndað kjöraðstæður fyrir hrygningu lax og silungs. Vermitjarnirnar þjóna einnig sem lífauðug vistkerfi sem styðja við fjölbreytt dýralíf og styrkja vöxt og uppeldi seiða í ánni.

Umfjöllun um Laxá á Keldum er í nýjasta Sportveiðiblaðið

Í næstu viku kemur Sportveiðiblaðið út með umfjöllun um verkefni Guðmundar Inga og Lýðs á Laxá á Keldum. Mælum með að ve...
03/06/2025

Í næstu viku kemur Sportveiðiblaðið út með umfjöllun um verkefni Guðmundar Inga og Lýðs á Laxá á Keldum. Mælum með að veiðimenn tryggi sér áskrift að þessu flotta blaði :)

Nýjast tölublaðið er að renna úr prentvélunum og fer í dreifingu í næstu viku - stútfullt af frábæru efni. Viðtöl, veiðistaðalýsingar, sögur og umfjöllun - allt ríkulega myndskreytt .... það eru enn lausar áskriftir ef einhver vill tryggja sér blaðið í áskrift og heimsendingu - skráning hér: www.sportveidibladid.is 😃

Framkvæmdirnar í sumar:Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að sk...
02/02/2025

Framkvæmdirnar í sumar:

Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að skapa ný og bætt búsvæði fyrir Norður-Atlantshafslaxinn.

Verkefnið snýr að endurheimt gamla árfarvegarins, sem hætti að renna fyrir um 57 árum, en nú rennur vatnið þar á ný – og með því hefur nýtt líf sprottið fram.

Framkvæmdirnar í sumar: Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að skapa ný og bætt bú

Jólakveðja frá Laxá á KeldumKæru vinir og velunnarar,Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt koman...
24/12/2024

Jólakveðja frá Laxá á Keldum

Kæru vinir og velunnarar,

Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Á þessu ári höfum við unnið ötullega að því að bæta aðgengi Norður-Atlantshafslaxins að nýjum hrygningarstöðum í ánni okkar. Verkefnið okkar, sem sameinar náttúrulega hönnun og umhverfisvænar lausnir, hefur gengið vonum framar – þökk sé ykkur sem hafið stutt við okkur með ráðum og dáð.

Við vonum að friður og gleði yfirskyggi hátíðirnar hjá ykkur og að komandi ár verði fullt af tækifærum og nýjum áskorunum til að standa vörð um náttúruna og lífríkið.

Með kærri jólakveðju,
Teymið við Laxá á Keldum

30/11/2024

Efsti hluti Laxár á Keldum

Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að skapa ný og bætt búsvæði ...
17/11/2024

Í sumar tókumst við á við stórt verkefni við Laxá á Keldum sem markar mikilvægt skref í því að skapa ný og bætt búsvæði fyrir Norður-Atlantshafslaxinn. Verkefnið snýr að endurheimt gamla árfarvegarins, sem hætti að renna fyrir um 57 árum, en nú rennur vatnið þar á ný – og með því hefur nýtt líf sprottið fram.

Gamli árfarvegurinn Milli Keldnalækjar og Haldfossa rann áin þar til varnargarður var settur upp árið 1968. Áin hafði rutt sér yfir um 60 hektara s

06/10/2024

Enn eru hlutirnir að raungerast. Við hófum fiskirækt í efri hluta Eystri Rangár fyrir fjórum árum. Grófum þá yfir 120.000 hrögn í 22 holum og slepptum í fyrra um 60.000 seiðum í ána með hjálp góðra vina. Skilyrði fyrir ofan Tungufoss eru mjög góð, hitastig og möl til hrygninga með besta móti. Settum niður hita-sírita frá Star Odda í fyrra og eigum núna hitamælingar sem sýna það að hér eru kjöraðstæður. Við rafveiddum í fyrra með Jóhannes Sturlaugsson og þá kom í ljós að þetta hefur heppnast mjög vel. Fundum klakseiði og seiðin sem var sleppt í fyrra eru komin í þá stærð að ganga til sjávar. Seiðin voru mjög vel haldin og sum hver þegar gengin til sjávar.

Lesa nánar: https://laxakeldum.is/2024/10/05/seidasleppingar-juli-2024/

Það er mikill varnarsigur að finna vatnakerfi sem er með sömu lengd og þrefaldar Elliðaárnar eða Laxá í Leirársveiit að ...
26/09/2024

Það er mikill varnarsigur að finna vatnakerfi sem er með sömu lengd og þrefaldar Elliðaárnar eða Laxá í Leirársveiit að lengd.

Þegar fiskvegurinn verður kominn þá mun lax geta gengið með sjálfbærum hætti upp ána og nýtt svæðið til búsvæða og hrygninga. Hér er verið að horfa til langs tíma, skilgreind markmið og búið að vinna í þeim frá árinu 2021 segir Björn Theodórsson fiskeldisfræðingur.

Jóhannes Sturlaugsson Björn Theodórsson Forathuganir 2021-2023 vísa til þess að ársvæðið ofan Tungufoss í Eystri-Rangá henti laxi þegar komið e

Guðmundur Ingi Hjartarson & Lydur Skulasonhttps://youtu.be/duK4dbzkNls?feature=sharedUppbygging Laxár á Keldum heldur áf...
21/07/2024

Guðmundur Ingi Hjartarson & Lydur Skulason

https://youtu.be/duK4dbzkNls?feature=shared

Uppbygging Laxár á Keldum heldur áfram, núna um helgina var sleppt nokkrum tug þúsunda seiða í efri hluta árinnar.

Seiðin koma úr klaki laxa sem teknir eru úr Eystri Rangá og alinn frá því í fyrra.

Veiðifélag Eystri Rangár útvegar öll seiðin, þetta væri ekki framkvæmanlegt nema með þeirra stuðningi.

Address

Keldum 1
Hella
851

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Laxá á Keldum posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Laxá á Keldum:

Share

Category