Útivist

Útivist www.utivist.is | Útivist er ferðafélag sem býður upp á fjölbreyttar ferðir um náttúru Íslands

Hress og skemmtilegur tuttugu og sjö manna Útivistarhópur á aldrinum 60+ dvaldi fjóra daga í Strútsskála dagana 11. – 14...
16/08/2025

Hress og skemmtilegur tuttugu og sjö manna Útivistarhópur á aldrinum 60+ dvaldi fjóra daga í Strútsskála dagana 11. – 14. ágúst sl.
Á komudegi var farin hressingarganga inn í Krókagil þar sem hægt var að sjá hinar ýmsu kynjaverur í náttúrunni. Næsta dag var gengið að Strútslaug þar sem flestir úr hópnum böðuðu sig í lauginni og einhverjir skoluðu síðan af sér í jökulánni að baði loknu. Á þriðja degi var stefnan tekin umhverfis og upp á fjallið Strút. Hluti hópsins fór umhverfis fjallið á meðan aðrir fóru uppá topp. Þennan dag var bjart yfir og útsýni til allra átta og því dásamlegt að njóta fegurðarinnar sem þarna bar fyrir augu.
Skipulag ferðarinnar var þannig að sameiginlegar máltíðir voru á borðum öll þrjú kvöldin, nokkuð sem skapaði samheldni og gott samstarf. Undirbúningur og frágangur gekk eins og vel smurð vél, allir tóku þátt og gengið var til verka án þess að nokkurn tíma þyrfti að biðja um slíkt.
Einstaka farþegar völdu að njóta verunnar í skála og fara í stuttar göngur í nágrenni hans, en við hin nutum góðs af dugnaði þessa fólks því þau tóku á móti okkur með kaffi, heitu súkkulaði, kleinum og pönsum. Það er óhætt að fullyrða að einginn fór svangur heim úr þessari fjögurra daga ferð í Strút, þarna var góður matur á borðum sem farþegar kunnu vel að meta.
Gestrisni hefur gjarnan einkennt okkur Íslendinga í gegnum aldirnar. Hannes Smári, skálavörður í Strút tók einstaklega vel á móti okkur, lét okkur upplifa að við værum einstök, sem við auðvitað erum. Gönguhópur 60+ sýndi einnig gestrisni í verki; við gáfum erlendum göngumönnum í tvígang afganga af mat sem við náðum ekki að torga, buðum skálaverði og gesti hans í mat og okkar einu sönnu Íbí var einnig boðið til borðs þegar hún leit við í Strút. Við buðum þrem ameríkönum upp í rútuna við Bláfjallakvísl, þeir alsælir með að þurfa ekki að fara í vaðskóna.
Á heimleið var stoppað á þrem áhugaverðum stöðum; Eftir að hafa farið yfir sögu mannfalls á Mælifellssandi á árum áður var farið að Slysaöldu og minnismerki um fallna fjórmenninga sem þar fórust skoðað. Því næst var gengið að fallegum fossi sem fellur úr Bláfjallakvísl, áður en Gluggafoss í Fljótshlíð var heimsóttur.
Fljótlega eftir að skráning hófst varð uppselt í ferðina í Strút. All nokkrir voru á biðlista og leitt að geta ekki boðið þeim með. En leikurinn verður endurtekin að ári, 6. – 9. ágúst 2026.
Fararstjórar voru: Guðrún Frímannsdóttir, Guðrún Hreinsdóttir og Guðbjartur Guðbjartsson, en Guðrún Hreinsdóttir hljóp í skarðið fyrir Jóhönnu Benediktsdóttur sem því miður forfallaðist.

Sl. laugardag var farið í dagsferð yfir Fimmvörðuháls, lagt af stað að morgni og komið heim eftir miðnætti, ekkert gist ...
13/08/2025

Sl. laugardag var farið í dagsferð yfir Fimmvörðuháls, lagt af stað að morgni og komið heim eftir miðnætti, ekkert gist í Básum. Öflugur 28 manna hópur skundaði yfir í frábæru veðri, vegalengdin voru rúmir 25 km, uppsöfnuð hækkun var um 1353m og lækkun um 1181m.

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er orðin vandasöm á köflum. Hér er góð athugasemd frá Björgunarsveitinni Dagrenningu sem ...
11/08/2025

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er orðin vandasöm á köflum. Hér er góð athugasemd frá Björgunarsveitinni Dagrenningu sem við hvetjum ferðalanga að lesa vel.

Það var gerð góð 50 ára afmælisferð um Eldgjá 4. - 7. ágúst.  23 félagar í Útivist áttu ógleymanlegar stundir!
08/08/2025

Það var gerð góð 50 ára afmælisferð um Eldgjá 4. - 7. ágúst. 23 félagar í Útivist áttu ógleymanlegar stundir!

Jóhanna Boeskov 12. júlí 1932 - 13. júlí 2025Í dag er borin til grafar Jóhanna Boeskov heiðursfélagi í Útivist. Jóhanna ...
24/07/2025

Jóhanna Boeskov 12. júlí 1932 - 13. júlí 2025

Í dag er borin til grafar Jóhanna Boeskov heiðursfélagi í Útivist.

Jóhanna Boeskov tók þátt í starfi Ferðafélagsins Útivistar frá stofnun þess árið 1975. Hún sat lengi í stjórn og var annar formaður félagsins.
Jóhanna var hæglát en ákveðin, það virtist ekki fara mikið fyrir henni en það var ávallt mikil vikt í hennar orðum og gerðum. Hún var ætíð góður ferðafélagi, hafði einstaklega góða nærveru og var afar atorkusöm í vinnuferðum. Jóhanna starfaði með öllum helstu nefndum Útivistar. Hún kom að öllum verkefnum, svo sem uppbyggingu skála, ekki síst í Básum á Goðalandi og skipulagi og framkvæmd hópferða en ferðir og skálareksturinn eru enn í dag grunnur að starfi félagsins. Hún setti þannig mark sitt á alla þætti í starfi Útivistar. Hennar fjölskylda öll hefur einnig tengst Útivist með einhverjum hætti og verið í ferðanefndum, stundað fararstjórn og komið að stýringu félagsins og eru sum þeirra enn mjög virk í starfseminni.
Ferðafélagið Útivist þakkar fyrir samfylgdina og ómetanlegt framlag í gegnum þessi 50 ár og sendir ástvinum Jóhönnu innilegustu samúðarkveðjur.

Það var hress og skemmtilegur þrjátíu og fögurra manna hópur fólks á besta aldri sem hélt af stað í þriggja daga bækistö...
18/07/2025

Það var hress og skemmtilegur þrjátíu og fögurra manna hópur fólks á besta aldri sem hélt af stað í þriggja daga bækistöðva ferð í Bása að morgni 15. júlí sl. Veðrið hefði ekki getað verið betra, úrkomulaust, hlýtt og heiðskýrt, þannig að ægifagurt landslag var eins og gómsætt konfekt fyrir augað.
Eftir að hafa komið okkur fyrir í skála var haldið af stað í göngu upp í Fjósafuð með viðkomu í hinum ýmsu hellum áður en leiðin lá að Bólhöfði og áfram niður í skála. Síðan var það sameiginleg máltíð, gítarspil og söngur áður en haldið var til koju.
Að morgni 16. júlí lá leiðin eftir Krossáreyrum að uppgöngu á Hestagötur, en þangað fór stærsti hluti fólksins á meðan aðrir sleiktu sólina áður en haldið var til baka í Bása. Eftir að hafa gengið Hestagötur, skipti hópurinn sér á ný; tíu manns héldu upp á Heiðarhorn á meðan hinir fóru niður í Bása þar sem heitt súkkulaði, vöfflur og þeyttur rjómi biðu hópsins. Sameiginleg máltíð, brenna, gítarspil, söngur og gleði áður en kojurnar voru vermdar á ný.
Heimfarar dag voru Básar kvaddir og keyrt að Gígjökli þar sem Birgir bílstjóri miðlaði af visku sinni um svæðið. Að lokum var gengið upp á Stóra Dímon áður en stefnan var tekin á Mjóddina.
Fullkomlega vandræða laus ferð, bara gaman að vera saman.
Fararstjórar voru; Guðrún Frímannsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson og Jóhanna Benediktsdóttir.

Á dögunum gekk 16 manna hópur á vegum Útivistar yfir Fimmvörðuháls á tveim dögum. Gist var í skála félagsins á Hálsinum,...
11/07/2025

Á dögunum gekk 16 manna hópur á vegum Útivistar yfir Fimmvörðuháls á tveim dögum. Gist var í skála félagsins á Hálsinum, þar sem sameiginleg kjötsúpa var á borðum áður en gengð var til náða.
Gönguveður var gott báða dagana, þrátt fyrir þoku og rigningu þegar komið var á Morrisheiðina. Áætlað matarstopp á Heiðarhorninu var af þeim sökum fært niður á Foldir.
Þrátt fyrir nokkra lofthræðslu komust allir yfir bæði Heljarkamb og Kattahrygg, unnir voru persónulegir sigrar og lofthræðslunni gefin fingurinn.
Í Básum fengum við stór góðar móttökur af staðarhaldara og gisti hópurinn í litla skálanum. Það var síðan ljúft eftir góða sturtu að setjast til borðs og njóta sameiginlegrar grillmáltiðar.
Á heimfarardegi fór hópurinn í tveggja tíma göngu: Básahring, Fjósafuð og Bólhöfuð, auk þess sem stoppað var við Gígjökul áður en haldið var heim á leið.
Fararstjórar voru; Guðrún Frímannsdóttir og Guðrún Hreinsdóttir

Vorum 8 Útivistar félagar sem fórum frá Sveinstindi niður í Hólaskjól dagana 05 til 08 júlí. Ekið var frá Reykjavík um S...
09/07/2025

Vorum 8 Útivistar félagar sem fórum frá Sveinstindi niður í Hólaskjól dagana 05 til 08 júlí. Ekið var frá Reykjavík um Suðurland upp skaftatungu og stoppað í Hólaskjóli þar sem hópurinn sem fer Strútsstíg fer úr rútunni. Næst var ekið í átt að Sveinstindi, rúmlega klukkustund síðar var komið að bílaplaninu við Sveinstind. Þar var lagt á brattan og Sveinstindur heimsóttur(1089) þegar toppnum var náð og menn orðnir uppfullir af þeirri fegurð sem við þeim blasti var haldið niður á leið um Bjarnartind og hlíðar Mosahnjúks og í skála Útivistar þar sem mannskapurinn kom sér fyrir. Daginn eftir var gengið frá skálanum um ægifagurt landslag sem þetta svæði bíður upp á, niður með Skaftá fossinn sem virðist ekki hafa nafn skoðaður ásamt mörgum öðrum stöðum á leið okkar. Því næst var farið um Hvanngil þar sem göngumenn þurftu að vaða. Áfram var haldið um Uxatindargljúfur með Gretti og Skessupung vestan við okkur og Uxatinda að austanverðu, smá nestis pása efst í Uxatindargljúfri. Því næst komið upp á Biðil, gengið um Stóragil þar sem skáli Útivistar stendur í Skjælingum og þar gist. Daginn eftir var haldið sem leið liggur um miðbotna gengið á Gjátind og útsýnið af þessu ægifagra fjalli skoðað . Því næst gengið með Eldgjá að ofan verðu og svo farið niður á móts við Ófærufoss og hann skoðaður. Áfram hélt leið okkar um Kvíslarhólma meðfram lambaskarðshólum að Hólaskjóli þar sem við gistum síðustu nóttina, ( þess má geta að gista í Hólaskjóli er alveg stórkostlegt klassa aðstæður) þar var göngumönnum boðið upp á grillveislu.Síðasti dagurinn fór svo í að skoða hið stórbrotna gil sem náttúran með hjálp syðri Ófæru hafa búið til við Hólaskjól og í þessu gljúfri byrjar Srútsstígur sem endar í Hvanngili. Að endingu fengum við hálendis bíltúr þar sem við sóttum göngumenn í Hvanngil sem gengu Strútsstíg. Fórum nokkur upp á Hvanngilhausa meðan við biðum eftir göngumönnum 🥰( ekið um Álftavatnskróka, Mælifellssand og inn að Hvanngili þaðan niður Emstrur og Markarfljóts aurana til byggða ) Takk fyrir 🥰

Við minnum á að hægt er að kaupa nýtt gönguleiðakort (útgefið 2024) af Þórsmörk og Goðalandi á vefnum hjá okkur.Göngulei...
30/06/2025

Við minnum á að hægt er að kaupa nýtt gönguleiðakort (útgefið 2024) af Þórsmörk og Goðalandi á vefnum hjá okkur.

Gönguleiðakort;

göngukort þórsmörk, gönguleiðakort þórsmörk, básar kort, göngukort goðaland

síðasti leggur í raðgöngu Útivistar genginn 21 júní frá Gígjökli í Bása. Það voru 29 Útivistar félagar sem gengu frá Gíg...
22/06/2025

síðasti leggur í raðgöngu Útivistar genginn 21 júní frá Gígjökli í Bása. Það voru 29 Útivistar félagar sem gengu frá Gígjökli með viðkomu í Steinholtsdal og Steinholtslón skoðað allar árnar þveraðar gengið inn Hvannárgil og Réttarfell toppað alls 13,2 km.

Address


Opening Hours

Monday 12:00 - 17:00
Tuesday 12:00 - 17:00
Wednesday 12:00 - 17:00
Thursday 12:00 - 17:00
Friday 12:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Útivist posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Útivist:

Shortcuts

  • Address
  • Opening Hours
  • Alerts
  • Contact The Business
  • Claim ownership or report listing
  • Want your business to be the top-listed Travel Agency?

Share