Grikklandsgaldur

Grikklandsgaldur Grikklandsgaldur er síða á íslensku á vegum ferðaskrifstofunnar AfterYou Grikkland er eins og allir vita sögufrægt land og Aþena er vagga vestrænnar menningar.

Ég heiti Þóra Björk Valsteinsdóttir, er sagnfræðingur og bý í Grikklandi. Ég hef verið leiðsögumaður og fararstjóri í tæp 30 ár fyrir grískar, enskar og íslenskar ferðaskrifstofur. Í dag fer ég í ferðir út um allan heim fyrir Bændaferðir og ferðaskrifstofuna Vita. Ég er gift Makis Tsoukalas sem er forstjóri á ferðaskrifstofu í Aþenu. Hugmyndin um Facebook síðu og Blogg hefur verið lengi í bígerð o

g tilgangurinn er sá að gefa Íslendingum tækifæri á að kynnast Grikklandi betur og bjóða upp á ferðir um meginlandið og eyjarnar. Fegurð lands og eyja er stórfengleg og í Grikklandi eru yfir 300 sólardagar á ári. Við tökum að okkur stóra og litla hópa, félög, klúbba og einstaklinga. Hafðu samband á netfanginu á síðunni ef þig dreymir í bláu og hvítu!

Í byrjun maí fórum við Valli í aldeilis frábæra ferð til Tyrklands með einum af sérhópunum okkar þar sem við heimsóttum ...
17/05/2025

Í byrjun maí fórum við Valli í aldeilis frábæra ferð til Tyrklands með einum af sérhópunum okkar þar sem við heimsóttum m.a. Gallipoli, Troju, Pergamum, Efesus, Pamukkale, Konya, Catalhoyuk, Cappadociu og auðvitað heimsborgina Istanbúl.
Hér fylgja aðeins fáeinar myndir úr ferðinni af þeim ótal myndum sem teknar voru.
Grikklandsgaldur
www.afteryoutours.com

Páskar í Grikklandi eru mikið upplifelsi. Gleðilega páska 🥰🐣
21/04/2025

Páskar í Grikklandi eru mikið upplifelsi. Gleðilega páska 🥰🐣

05/04/2025
Í dag 25. mars er annar af tveimur þjóðhátíðardögum Grikklands.Gleðilega hátíð! 🇬🇷❤️Minni ykkur á sérhönnuðu meginlands ...
25/03/2025

Í dag 25. mars er annar af tveimur þjóðhátíðardögum Grikklands.
Gleðilega hátíð! 🇬🇷❤️

Minni ykkur á sérhönnuðu meginlands og eyjahoppsferðirnar okkar fyrir einstaklinga og stóra og litla hópa.
www.afteryoutours.com

Einnig er frábær ferð til Aþenu í haust með Bændaferðum
://xn--bndaferir-g3a0j.is

Dreymir þig í hvítu og bláu? Við getum hjálpa ykkur með hvaða ferð sem ykkur dreymir um í  Grikklandi.Meginlandsferðir e...
25/01/2025

Dreymir þig í hvítu og bláu?
Við getum hjálpa ykkur með hvaða ferð sem ykkur dreymir um í Grikklandi.
Meginlandsferðir eða eyjahopp fyrir einstaklinga og stóra og litla hópa. Siglingar, gönguferðir, hjólaferðir, sigla og hjóla, lúxusferðir, matarferðir, selfdrive (bílaleigubíll og hótel) eða bara afslöppun á fallegri eyju.
Grikklandsgaldur
www.afteryoutours.com
[email protected]

Hver er til í eyjahopp? 🧿🇬🇷❤️
21/01/2025

Hver er til í eyjahopp? 🧿🇬🇷❤️

Í dag á síðasta degi ársins lít ég til baka með þökk í hjarta fyrir allar ferðir ársins 2024 og samferðamennina sem eru ...
31/12/2024

Í dag á síðasta degi ársins lít ég til baka með þökk í hjarta fyrir allar ferðir ársins 2024 og samferðamennina sem eru margir hverjir orðnir gamlir vinir en aðra var ég að hitta og kynnast í fyrsta sinn.
Ferðalög eru hin besta skemmtun og árið 2025 lofar góðu og margar ferðir fyrir handa hornið.
Ég hlakka til að fara til Kanaríeyja í lok febrúar, Marokkó í apríl og Perú í október. Þessar ferðir eru á vegum Bændaferða, en einnig spennandi hjólaferð í Grikklandi í september, yndisleg ferð um fallega Pelópsskagann í lok maí og Aþenuferð í lok október.
Ég er líka að fara í nokkra ferðir með sérhópum um Grikkland á vegum skrifstofunnar okkar AfterYou (www.afteryoutours.com) og í ár bregðum við okkur út fyrir landsteina Grikklands yfir til Tyrklands í tvær ferðir og eina ferð til Króatíu.
Við hlökkum líka til að fara með fyrsta gríska hópinn til Íslands í júlí!
Til viðbótar erum við einnig með alls konar ferðir á okkar vegum fyrir einstaklinga og hópa, litla sem stóra. Gönguferðir, hjólaferðir, fræðsluferðir , matar og vínsmökkunarferðir, vinnuferðir, árshátíðarferðir, kvennaferðir og ekki má gleyma eyjahoppsferðunum okkar sem eru alltaf jafn vinsælar.

Gleðilegt ferðaár kæru ferðalangar!

Kæru Grikklandsgaldursvinir.Við hjá Grikklandgaldri og Afteryoutours óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs ...
23/12/2024

Kæru Grikklandsgaldursvinir.
Við hjá Grikklandgaldri og Afteryoutours óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með kærri þökk fyrir góða viðkynningu og samfylgd á liðnum árum.
Myndirnar hér fyrir neðan sýna Aþenu í jólabúningi.

Eyjahopp í Grikklandi, algjört ævintýri! 💙🇬🇷💙 Ferðir fyrir einstaklinga, litla og stóra hópa.  www.afteryoutours.com
21/11/2024

Eyjahopp í Grikklandi, algjört ævintýri! 💙🇬🇷💙
Ferðir fyrir einstaklinga, litla og stóra hópa.

www.afteryoutours.com

Address

Athens

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Grikklandsgaldur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Grikklandsgaldur:

Share

Category