31/12/2024
Í dag á síðasta degi ársins lít ég til baka með þökk í hjarta fyrir allar ferðir ársins 2024 og samferðamennina sem eru margir hverjir orðnir gamlir vinir en aðra var ég að hitta og kynnast í fyrsta sinn.
Ferðalög eru hin besta skemmtun og árið 2025 lofar góðu og margar ferðir fyrir handa hornið.
Ég hlakka til að fara til Kanaríeyja í lok febrúar, Marokkó í apríl og Perú í október. Þessar ferðir eru á vegum Bændaferða, en einnig spennandi hjólaferð í Grikklandi í september, yndisleg ferð um fallega Pelópsskagann í lok maí og Aþenuferð í lok október.
Ég er líka að fara í nokkra ferðir með sérhópum um Grikkland á vegum skrifstofunnar okkar AfterYou (www.afteryoutours.com) og í ár bregðum við okkur út fyrir landsteina Grikklands yfir til Tyrklands í tvær ferðir og eina ferð til Króatíu.
Við hlökkum líka til að fara með fyrsta gríska hópinn til Íslands í júlí!
Til viðbótar erum við einnig með alls konar ferðir á okkar vegum fyrir einstaklinga og hópa, litla sem stóra. Gönguferðir, hjólaferðir, fræðsluferðir , matar og vínsmökkunarferðir, vinnuferðir, árshátíðarferðir, kvennaferðir og ekki má gleyma eyjahoppsferðunum okkar sem eru alltaf jafn vinsælar.
Gleðilegt ferðaár kæru ferðalangar!