Ferðafélag Akureyrar FFA

Ferðafélag Akureyrar FFA Ferðafélag Akureyrar er áhugamannfélag stofnað árið 1936 til að auka áhuga fólks á landinu Félagafjöldi 2024 er um 700 manns.

Ferðafélag Akureyrar er áhugamannfélag stofnað árið 1936 af nokkrum frumkvöðlum sem höfðu áhuga á að glæða áhuga fólks á landinu og auðvelda því að ferðast um það. Félagið býður upp á fjölbreyttar ferðir með fararstjórn allan ársins hring m.a. Öskjuveginn sem er fimm daga sumarleyfisferð á hálendi Íslands.

Í dag rekur Ferðafélagið þrjá fjallaskála með gæslu yfir sumarið, Þorsteinsskála í Herðubre

iðarlindum, Dreka við Öskju og Laugafell inn af Eyjafirði. Auk þess er félagið með fjóra gönguskála, Bræðrafell við samnefnt fell í Ódáðahrauni, vestur af Herðubreið, Dyngjufell í Dyngjufjalladal, Botna skammt ofan við Suðurárbotna og Lamba í Glerárdal. Stjórn Ferðafélags Akureyrar 2024-2025

Formaður:
Þorgerður Sigurðardóttir, sími 692 6904

Varaformaður:
Þorvaldur Rafn Kristjánsson, sími 896 3279

Gjaldkeri:
Einar Hjartarson, sími 854 0247

Ritari:
Þorbjörg Þorsteinsdóttir, sími 892 5361

Meðstjórnandi:
Fjóla Kristín Helgadóttir, sími 821 1296

Varamenn:

Árni Gíslason, sími 863 1768

Sólveig Styrmisdóttir, 848 8338

24/04/2025

Ferðinni á laugardaginn 26. apríl er AFLÝST vegna mikillar bleytu á svæðinu sem fara átti um. Þið sem eruð skráð í ferðina eigið að hafa fengið tölvupóst.

Fyrirhugað er að setja hana á dagskrá 21. júní og þá sem kvöldferð. Fylgist með.

Við heyrum að margir eru farnir að huga að því að taka þátt í Stóra plokkdeginum á sunnudaginn. Um að gera að kíkja við ...
23/04/2025

Við heyrum að margir eru farnir að huga að því að taka þátt í Stóra plokkdeginum á sunnudaginn. Um að gera að kíkja við hjá FFA á sunnudagsmorguninn og plokka með okkur á því svæði sem við fáum úthlutað.

Sunnudaginn 27. apríl kl. 10 ætlar Ferðafélag Akureyrar að taka þátt í Stóra plokkdeginum í samstarfi við Akureyrarbæ. Félagið fær úthlutað ákveðnum svæðum til að hreinsa.

Gleðilega páska.Þessi föngulegi hópur lét ekki sitt eftir liggja og dreif sig í sunnudagsgöngu með FFA á páskadagsmorgun...
20/04/2025

Gleðilega páska.

Þessi föngulegi hópur lét ekki sitt eftir liggja og dreif sig í sunnudagsgöngu með FFA á páskadagsmorgun. Myndina tók Svala Hrönn.

Í gær, laugardag lá leið nokkurra skíðagarpa að Þeistareykjum undir fararstjórn Sigurgeirs Sigurðssonar. Þau fengu fínas...
20/04/2025

Í gær, laugardag lá leið nokkurra skíðagarpa að Þeistareykjum undir fararstjórn Sigurgeirs Sigurðssonar. Þau fengu fínasta veður og færð virðist hafa verið með ágætum. Hér koma nokkrar myndir sem Sigurgeir tók.

Þeistareykir á morgun 19 apríl, skíðaferð. Ferðin verður farin og ef einhverjir ákveða sig á síðustu stundu eru þeir vel...
18/04/2025

Þeistareykir á morgun 19 apríl, skíðaferð. Ferðin verður farin og ef einhverjir ákveða sig á síðustu stundu eru þeir velkomnir með. Lagt af stað frá FFA kl. 8 í fyrramálið. Frí ferð.

Þeistareykjabunga  Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Ennig er hægt að mæta við borholuna rétt neðan við skarðið um kl. 9:00.Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson Ekið að svæðinu við Þeistareykjaskálann þar sem gangan hefst. Þeistareykjabunga er ein stærsta d...

Mikill fjöldi barna og fullorðinna tók þátt í páskaeggjapartýinu í Kjarnaskógi í gær. Barna- og fjölskyldunefnd stóð fyr...
09/04/2025

Mikill fjöldi barna og fullorðinna tók þátt í páskaeggjapartýinu í Kjarnaskógi í gær. Barna- og fjölskyldunefnd stóð fyrir þessari skemmtilegu uppákomu. Hér koma nokkrar myndir sem Hjörvar, Sunna og Gyða tóku. Gaman væri að fá fleiri myndir ef einhver er til í að deila þeim með okkur.

Hér kemur eitthvað sem margir hafa beðið eftir. Hreyfiverkefni vorsins. Að þessu sinni er útlit fyrir að það verði aðein...
06/04/2025

Hér kemur eitthvað sem margir hafa beðið eftir. Hreyfiverkefni vorsins. Að þessu sinni er útlit fyrir að það verði aðeins eitt verkefni í vor og því um að gera að skrá sig.

Upp til fjalla bíða okkar ævintýri og upplifun af ýmsum toga. Ef þú ert að leita að útivist þar sem gengið er á fjöll og farið á áhugaverða staði á Norðurlandi þá er þetta hópurinn fyrir þig. Vert er að benda á að áfangastaðirnir hafa allir verið gengnir áður í hre...

Áhugavert, fræðandi og vel sótt erindi hjá Gróu og Dóra á Opnu húsi í gærkvöldi. Áhuga sinn og færni til að fara svona f...
04/04/2025

Áhugavert, fræðandi og vel sótt erindi hjá Gróu og Dóra á Opnu húsi í gærkvöldi. Áhuga sinn og færni til að fara svona ferð þakka þau ekki síst hreyfiverkefnum FFA sem þau hafa verið dugleg að taka þátt í og bíða spennt eftir því næsta sem verður auglýst í næstu viku.
Takk fyrir þetta skemmtilega erindi Gróa og Dóri.

Minnum á opið hús í kvöld kl. 20, Strandgötu 23. Allir velkomnir.
03/04/2025

Minnum á opið hús í kvöld kl. 20, Strandgötu 23. Allir velkomnir.

Opið hús 3. apríl kl. 20: Gengið á fjöll í Tansaníu Fimmtudaginn 3. apríl kl. 20 í húsnæði FFA við Strandgötu 23 Gróa Jóhannesdóttir og Halldór Snæbjörnsson segja frá og sýna myndir úr göngu sinni á fjöllin Meru og Kilimanjaro (5895 m) í Tansaníu síðastliðið sumar. K...

Virkilega gaman að sjá hve margir eru farnir að mæta í sunnudagsgöngur FFA en í þær eru allir velkomnir. Þessi var tekin...
30/03/2025

Virkilega gaman að sjá hve margir eru farnir að mæta í sunnudagsgöngur FFA en í þær eru allir velkomnir. Þessi var tekin í morgun 30. mars.

Næsti vðburður hjá FFA er Opið hús 3. apríl kl. 20. Strandgata 23.
30/03/2025

Næsti vðburður hjá FFA er Opið hús 3. apríl kl. 20. Strandgata 23.

Opið hús 3. apríl kl. 20: Gengið á fjöll í Tansaníu Fimmtudaginn 3. apríl kl. 20 í húsnæði FFA við Strandgötu 23 Gróa Jóhannesdóttir og Halldór Snæbjörnsson segja frá og sýna myndir úr göngu sinni á fjöllin Meru og Kilimanjaro (5895 m) í Tansaníu síðastliðið sumar. K...

30/03/2025

Þá er bara að drífa sig út í sunnudagsgöngu með FFA í þessu blíðskaparveðri.
Lagt af stað frá FFA
Strandgötu 23 kl. 10.

Vel sótt ferðakynning hjá FFA í gær. Fyrst voru ferðir og verkefni FFA 2025 kynnt svo og barna- og fjölskyldustarfið. Ef...
28/03/2025

Vel sótt ferðakynning hjá FFA í gær. Fyrst voru ferðir og verkefni FFA 2025 kynnt svo og barna- og fjölskyldustarfið. Eftir hlé var Jónas Helgason kennari og flækingur eins og hann kallar sig með skemmtilegt erindi og góð ráð þegar ferðast er á framandi slóðum.
Nokkrar myndir frá kvöldinu.

Minnum að ferðakynningu FFA í kvöld kl. 20 í VMA, gengið inn að vestan. Allir velkomnir!
27/03/2025

Minnum að ferðakynningu FFA í kvöld kl. 20 í VMA, gengið inn að vestan. Allir velkomnir!

Aðal ferðakynning FFA verður í VMA fimmtudaginn 27. mars kl. 20. Sjá nánar í auglýsingu hér fyrir neðan.
21/03/2025

Aðal ferðakynning FFA verður í VMA fimmtudaginn 27. mars kl. 20. Sjá nánar í auglýsingu hér fyrir neðan.

Ferðakynning FFA 2025 Ferðaáætlun FFA 2025 verður kynnt í heild sinni í máli og myndum 27. mars kl. 20:00 í VMA. Barna- og fjölskylduferðir verða einnig kynntar auk hreyfiverkefna sumarsins. "Ferðast til framandi landa". Gestur kvöldsins verður Jónas Helgason sem kunnur er fyrir fer....

Hefur þig alltaf langað til að skoða þig um á hálendinu?Ferðafélag Akureyrar er árlega með nokkrar ferðir þangað og vilj...
17/03/2025

Hefur þig alltaf langað til að skoða þig um á hálendinu?
Ferðafélag Akureyrar er árlega með nokkrar ferðir þangað og viljum benda á eina þeirra sérstaklega. Það er fjögurra daga ferð þar sem gengið er frá Herðubreiðarlindum í Bræðrafell þar sem dvalið er tvær nætur í frábærum skála FFA og í mögnuðu umhverfi. Þaðan er svo gengið í Dreka, gist eina nótt og svo gengið að Öskju síðasta daginn áður en ekið er heim.
Kynnið ykkur þetta betur á heimasíðu FFA og hér fyrir neðan. Þar eru tenglar á myndir úr ferðunum og ummæli eins þátttakanda sl. sumar.

Herðubreiðarlindir - Bræðrafell - Askja  Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.Fararstjórn: Selma S. Malmquist Myndir frá 2023Myndir frá 2024Umsagnir Ekið með rútu í Herðubreiðarlindir. Gist er í skálum FFA við Bræðrafell og Drekagil. Bera þarf farangur til þriggja...

Address

Strandgata 23
Akureyri
600

Opening Hours

Monday 11:00 - 13:00
Tuesday 11:00 - 13:00
Wednesday 11:00 - 13:00
Thursday 11:00 - 13:00
Friday 11:00 - 13:00

Telephone

+3544622720

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ferðafélag Akureyrar FFA posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Ferðafélag Akureyrar FFA:

Share

Category

Our Story

Ferðafélag Akureyrar er áhugamannfélag stofnað árið 1936 af nokkrum frumkvöðlum sem höfðu áhuga á að glæða áhuga fólks á landinu og auðvelda því að ferðast um það. Félagið býður upp á fjölbreyttar ferðir með fararstjórn allan ársins hring m.a. Öskjuveginn sem er fimm daga sumarleyfisferð á hálendi Íslands. Í dag rekur Ferðafélagið þrjá fjallaskála með gæslu yfir sumarið, Þorsteinsskála í Herðubreiðalindum, Dreka við Öskju og Laugafell inn af Eyjafirði. Auk þess er félagið með fjóra gönguskála, Bræðrafell við samnefnt fell í Ódáðahrauni, vestur af Herðubreið, Dyngjufell í Dyngjufjalladal, Botna skammt ofan við Suðurárbotna og Lamba í Glerárdal. Í ársbyrjun 2020 er félagafjöldi rúmlega 500 manns. Stjórn Ferðafélags Akureyrar Formaður: Þorgerður Sigurðardóttir, netfang: [email protected], sími 6926904 Varaformaður: Þorvaldur Rafn Kristjánsson, netfang: [email protected], sími 8963279

Gjaldkeri: Einar Hjartarson, netfang: [email protected], sími 842 7824

Ritari: Örn Þór Emilsson, netfang: [email protected], sími 863 9129 Meðstjórnandi: Fjóla Kristín Helgadóttir, netfang: [email protected], sími 821 1296

Varamenn: Árni Gíslason, netfang: [email protected], simi 863 1768 Þuríður Hallgrímsdóttir, netfang: [email protected], sími 846 6583