Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

07/04/2025
Fólk í ferðaþjónustu á Norðurlandi er boðið velkomið á fundi um stafræna markaðssetningu og hagnýtingu gervigreindar í f...
04/04/2025

Fólk í ferðaþjónustu á Norðurlandi er boðið velkomið á fundi um stafræna markaðssetningu og hagnýtingu gervigreindar í ferðaþjónustu, dagana 9. og 10. apríl á Húsavík og Sauðárkróki. Að fundunum standa Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar.

Sjá hlekki í athugasemd 📲

Til hamingju Brúnastaðir guesthouse and farm!Bændurnir Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson á Brúnastöðum...
21/03/2025

Til hamingju Brúnastaðir guesthouse and farm!

Bændurnir Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði hlutu í gær landbúnaðarverðlaun ársins 2025, sem voru afhent á Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands. Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, afhenti verðlaunin.

„Þau Stefanía og Jóhannes hafa ekki aðeins aukið fjölbreytni í matvælaframleiðslu heldur einnig verið fyrirmynd í umhverfisstefnu, samfélagslegri ábyrgð og nýsköpun. Með sterkri framtíðarsýn stefna þau á að halda áfram að þróa starfsemi sína í átt að sjálfbærni og hringrásarhagkerfi, með áherslu á að tengja landbúnað, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á einstakan hátt. Bændurnir á Brúnastöðum eru því verðugir handhafar landbúnaðarverðlauna atvinnuvegaráðuneytisins fyrir árið 2025,“ sagði Hanna Katrín.

Bændurnir Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkarðsson á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði hlutu í gær landbúnaðarverðlaun ársins 2025, sem voru af

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á NorðurlandiÁhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna...
20/03/2025

Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi

Áhrif innviðagjalds sem lagt var á skemmtiferðaskip fyrir ferðaþjónustuna eru orðin greinileg á landinu. Áhrifanna gætir með mismunandi hætti þar sem með svo skyndilegri gjaldtöku, falla áfangastaðir úr ferðaáætlun skipanna, helst þeir sem eru lengst frá suðvesturhorninu. Þetta hefur þær afleiðingar að á meðan það verður kannski 10% samdráttur heilt yfir í höfuðborginni, þá getur orðið tugprósenta samdráttur á öðrum stöðum á landinu. Í einhverjum tilfellum stefnir í að sumir áfangastaðir missi allar skipakomur.

Ástæða þess að mig langar að nefna þetta er tvíþætt. Fyrir það fyrsta þá reiðir ferðaþjónustan í flestum landshlutum sig mjög mikið á komur skemmtiferðaskipanna. Skipin heimsækja yfir þrjátíu hafnir víðs vegar um landið. Þeim sem hefur orðið tíðrætt um að dreifa ferðamönnum um landið og helst yfir allt árið ætti vera annt um skipin því þau eru eini ferðamátinn sem sannanlega fer um allt landið. Þá koma skipin til landsins í um 7-8 mánuði og hina mánuði ársins eru viðskiptin skipulögð. Það er því um heilsárs störf að ræða þótt komur skipanna takmarkist við þá mánuði sem veðurfar er öruggara. Í öðru lagi þá snertir innviðagjaldið okkur hér á Norðurlandi sérstaklega illa. Nú er útlit fyrir að samdráttur hjá okkur verði um 50% á næsta ári. Þetta eru hálfgerð ragnarrök fyrir lítil fyrirtæki sem mörg hafa byggt afkomu sína á þessum dýrmætu ferðamönnum. Fyrirtæki þurfa að segja upp fólki, loka vinnustöðum og almennt draga saman seglin sem skerðir almenna samkeppnishæfni Norðurlands sem áfangastaðar ferðamanna. Áhrifanna mun því ekki aðeins gæta fyrir hafnarsjóði landsins heldur fyrir fyrirtæki sem mörg hver byggja nánast alla sína starfsemi upp á tekjum af þjónustu við gesti sem koma með skemmtiferðaskipum. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest og lagt á sig mikla vinnu við markaðssetningu og þróun en sjá nú fram á að missa allt upp í 90% af tekjum ársins ef neikvæð áhrif innviðagjaldins skella á af fullum þunga. Þessi fyrirtæki sinna ýmissi þjónustu ss. dagsferðum um Norðurland, veitingarekstri, hvalaskoðun, gönguferðum og bjóða uppá tækifæri til að upplifa íslenska sögu og menningu. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru gríðarlega mikilvæg til að sinna þjónustu við gesti á svæðinu allt árið.

Flugklasinn laðaði að flugfélög
Og hér vandast málin enn frekar. Norðurland hefur nefnilega um langt skeið lagt mikið á sig til að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í landshlutanum, þ.e. ferðaþjónustu sem reiðir sig á eigin gáttir í landshlutanum – í gegnum flug og hafnir. Við vitum að við getum ekki reitt okkur eingöngu á að ferðamenn hafi tíma eða getu til að keyra hringveginn á Norðurlandið til að heimsækja okkur – þennan sama hringveg og er blæðandi svöðusár eftir viðhaldsskort síðustu ára. Án þessarar uppbyggingar í kringum farþegaflutninga, með t.d. flugklasanum okkar og uppbyggingu flugstöðvarinnar annars vegar og hins vegar uppbyggingar hafnarsvæðisins, verður miklu erfiðara að byggja upp langtíma viðskipti í kringum ferðaþjónstuna. Hér erum við að tala um viðskipti sem ekki aðeins gagnast ferðamönnum heldur skipta þau okkur Íslendinga líka máli. Við erum að tala um hótelgistingu, veitingastaði, söfn, ýmsa afþreyingu og hefðbundna verslun.

Nú í mars var haldin ráðstefna á Siglufirði og á Hólum um nærandi ferðaþjónustu. Skilgreiningin er „Nærandi ferðaþjónusta (e. regenerative tourism) er nálgun á uppbyggingu og þróun innan ferðaþjónustu þar sem velsæld og jafnvægi náttúru og samfélaga er höfð að leiðarljósi.“ Við erum öll hluti af sama menginu þar sem íbúar, ferðamenn og náttúra verða öll fyrir áhrifum af hvort öðru. Innan ferðaþjónustu þarf því framsýna hugsun og þessar bráðu aðgerðir nú hvað innviðagjaldið varðar eru þvert á slíka hugsun enda gjaldið bæði mjög hátt og það sem verst er skyndilegt og þessvegna skaðlegt markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Við getum gert betur. Við fjölgum körfunum sem við setjum eggin okkar í. Við ættum ekki að brjóta eina körfuna því við þurfum á þeim öllum að halda.

Bein tenging við umheiminn lykillinn að uppbyggingu
Ef okkur auðnast að byggja upp ferðaþjónustu í sátt við íbúa og náttúru þá mun okkur takast hér á Norðurlandi að koma á farþegaskiptum með skemmtiferðaskipum. Ef við náum því verður komin grunnur að frekari byggingu gistirýma sem skiptifarþegarnir nýta ásamt flugi og vetrarparadís Norðurlands opnast einnig fyrir gesti með flugi – þetta er líklega mikilvægasti lykillinn að heilsárs ferðaþjónustu.

Þá yrði loksins orðin til valkostur um nýjan, aðgengilegan áfangastað á landinu sem gæti opnað ný tækifæri fyrir Vesturland, Vestfirði og Austurland með sínum gestum líka, þessi landsvæði sem eru lengst frá helstu gáttinni inn í landið. Það er ekki aðeins skynsamlegt heldur líka sanngjarnt í landi þar sem náttúran hefur mikið aðdráttarafl, ferðaþjónustan hefur lagt á sig mikla vinnu og fjárfestingu til að byggja upp framúrskarandi þjónustu og menningin blómstrar fyrir íbúa og gesti. Í dag erum við komin vel af stað og getum gert margt af þessari uppbyggingu sjálf, ef aðeins við fáum frið til þess í stað fyrirvaralausra breytinga á samkeppnisumhverfinu sem við störfum í.

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.Hlekkur á skráningu er í...
12/03/2025

Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.

Hlekkur á skráningu er í athugasemd ⬇️

Yfirskrift fundanna er Samstaða um markaðsmál og hvetjum við öll sem áhuga hafa á ferðaþjónustu og markaðsmálum að koma og eiga við okkur spjall.
Einnig verður farið yfir ýmis verkefni MN og skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu.

Hittumst, ræðum það sem helst brennur á í norðlenskri ferðaþjónustu og stillum saman strengi. Sveitarstjórnarfólk er sérstaklega hvatt til að mæta á fundina, sem og allir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu.

Tímasetning allra funda er kl.11:30-13:00, nema á Þórshöfn.
Mikilvægt er að skrá sig hér að neðan, til að hægt sé að áætla fjölda þeirra sem mæta á hvern fund.

Ath: Fundargestir greiða fyrir sig í mat á hverjum stað, verðin eru misjöfn og sömuleiðis það sem boðið er upp á. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum ef séróskir eru með mat.

18.mars - Greifinn á Akureyri
19.mars - Hótel Varmahlíð
26.mars - B&S á Blönduósi
27.mars - Sel Hótel Mývatn
31.mars - Holtið á Þórshöfn kl.12:30-14:00
14.apríl - Húsavík
15.apríl - Kaffihús Bakkabræðra á Dalvík
28.apríl - Hótel Laugarbakki
29.apríl - Siglunes á Siglufirði

Í síðustu viku var ferðakaupstefnan ITB halding í Berlín, og þar kynnti Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá MN áf...
10/03/2025

Í síðustu viku var ferðakaupstefnan ITB halding í Berlín, og þar kynnti Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri hjá MN áfangastaðinn Norðurland og ferðaþjónustu á svæðinu. Íslandsbásinn var á góðum stað í ár og greinilegt er að Norðurland verður þekktara með hverju árinu, þar sem umræðan á fundum var dýpri. Fólk vissi vel af Norðurlandi og var nú að leita að nákvæmari þekkingu og tengingum en oft áður.

Þýskaland er stór markaður fyrir Ísland og áhersla MN var á að kynna vetrarferðaþjónustu og segja frá áhugaverðum nýjungum sem eru í boði allt árið. Þá var mikill áhugi á Norðurlandi frá blaðamönnum og áhrifavöldum, sem vilja upplifa áfangastaðinn.

Sérstakur gestur á Íslandsbásnum var 1238 : The Battle Of Iceland sem bauð gestum og gangandi að stíga inn í Örlygsstaðabardaga í sýndarveruleika. Óhætt er að segja að það hafi vakið athygli og enn meiri lukku.

Við tökum við syngjandi furðuverum í dag, Strandgötu 31, gengið er inn í portinu að vestanverðu 🎵🎤🎉🍭🍬
05/03/2025

Við tökum við syngjandi furðuverum í dag, Strandgötu 31, gengið er inn í portinu að vestanverðu
🎵🎤🎉🍭🍬

Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.Yfirskrift fundanna er S...
04/03/2025

Markaðsstofa Norðurlands býður uppá fundi víðsvegar um Norðurland frá 18. mars - 29. apríl 2025.

Yfirskrift fundanna er Samstaða um markaðsmál og hvetjum við öll sem áhuga hafa á ferðaþjónustu og markaðsmálum að koma og eiga við okkur spjall.

Einnig verður farið yfir ýmis verkefni MN og skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu.

Skráningarform er í hlekk í athugasemd 📲

Hittumst, ræðum það sem helst brennur á í norðlenskri ferðaþjónustu og stillum saman strengi. Sveitarstjórnarfólk er sérstaklega hvatt til að mæta á fundina, sem og allir sem hafa áhuga á ferðaþjónustu.

Tímasetning allra funda er kl.11:30-13:00, nema á Þórshöfn.
Mikilvægt er að skrá sig hér að neðan, til að hægt sé að áætla fjölda þeirra sem mæta á hvern fund.

18.mars - Greifinn á Akureyri
19.mars - Hótel Varmahlíð
26.mars - B&S á Blönduósi
27.mars - Sel Hótel Mývatn
31.mars - Holtið á Þórshöfn kl.12:30-14:00
14.apríl - Húsavík
15.apríl - Kaffihús Bakkabræðra á Dalvík
28.apríl - Hótel Laugarbakki
29.apríl - Siglunes á Siglufirði

Skráningarform er í hlekk í athugasemd 📲

„Líklega besta miðstöð hvalaskoðunar í Evrópu“ Í byrjun febrúar kom út grein á Lonely Planet þar sem farið var yfir best...
24/02/2025

„Líklega besta miðstöð hvalaskoðunar í Evrópu“

Í byrjun febrúar kom út grein á Lonely Planet þar sem farið var yfir bestu hvalaskoðunarferðir heims. Höfundur greinarinnar tók þar saman það besta sem hún hefur upplifað á síðustu tíu árum. Óhætt er að segja að hún hafi farið víða því í greininni segir hún frá ferðum í nokkrum mismunandi heimsálfum.

Fyrst á blað var upplifun hennar af Íslandi, nánar tiltekið Húsavík. Þar hafði hún farið í hvalaskoðun á RIB bát fyrir tæpum áratug, sem skapaði greinilega sterkar minningar. Í greininni minnist hún á að Húsavík sé oft nefnd „höfuðborg“ hvalaskoðunar á Íslandi en að hitta rétta sé að bærinn sé besta miðstöð hvalaskoðunar í allri Evrópu.

Sjá hlekk á greinina í athugasemd ⬇️

Gentle Giants Whale Watching
North Sailing
Friends of Moby Dick
Húsavík Adventures

Visit Húsavík

Áfangastaðaáætlun Norðurlands hefur nú verið gefin út á vefnum í fyrsta sinn, á sérstöku vefsvæði, sem unnið hefur verið...
20/02/2025

Áfangastaðaáætlun Norðurlands hefur nú verið gefin út á vefnum í fyrsta sinn, á sérstöku vefsvæði, sem unnið hefur verið í samstarfi við Ferðamálastofu og Markaðsstofur landshlutanna. Hingað til hafa áfangastaðaáætlanir verið gefnar út í PDF skjölum, sem aðgengileg hafa verið á vefnum, en þessi nýja birtingarmynd er mun aðgengilegri og mun auðvelda frekari uppfærslur.

Ný áætlun var gefin út í nóvember á liðnu ári og hefur hún nú verið sett inn í heild á nýja vefsvæðið. Það á við um stefnuáherslur, tölfræði, stöðugreiningu og lýsingu helstu þróunar- og uppbyggingarverkefna. Tölfræði um stöðu ferðaþjónustu á Norðurlandi er nú sett fram á gagnvirkum myndritum og einnig er sú nýjung á vefsvæðinu að hægt er að sjá stöðu hvers og eins uppbyggingarverkefnis. Þannig eru þau merkt græn ef þau eru á framkvæmdastigi, gul ef þau eru í undirbúningi og grá þegar þeim hefur verið lokið. Þessa dagana er verið að afla nýjustu upplýsinga frá sveitarfélögum á Norðurlandi um stöðu uppbyggingarverkefna, svo efni vefsins gefi sem gleggsta mynd af stöðu innviðauppbyggingar í landshlutanum.

Smelltu á hlekkinn í athugasemd til að skoða vefinn ⬇️

Föstudaginn 28. febrúar verður fjallað um gjaldtöku og fjárfestingar í ferðaþjónustu á Föstudagsfundi SSNE. Fundurinn ve...
19/02/2025

Föstudaginn 28. febrúar verður fjallað um gjaldtöku og fjárfestingar í ferðaþjónustu á Föstudagsfundi SSNE. Fundurinn verður haldinn klukkan 11:30 í Teams, sjá hlekk í athugasemd ⬇️

Markaðsstofa Norðurlands sendir reglulega út fréttabréf á póstlista, þar sem tekin eru saman nýjustu tíðindi af starfinu...
13/02/2025

Markaðsstofa Norðurlands sendir reglulega út fréttabréf á póstlista, þar sem tekin eru saman nýjustu tíðindi af starfinu og því sem koma þarf á framfæri til samstarfsfyrirtækja og annarra.

Í nýjasta fréttabréfinu sögðum við meðal annars frá heimsókn BBC Travel show síðasta haust.

BBC Travel Show sýndi Norðurland
Í október kom tökulið á vegum BBC Travel Show á Norðurland til að kynnast náttúrunni, sögunni, fólkinu, matnum og menningu sem einkennir áfangastaðinn. Framleiðendur þáttanna höfðu að miklu leyti skipulagt heimsóknina sjálfir en höfðu samband við Markaðsstofu Norðurlands til að fá upplýsingar um tengiliði, ábendingar um staði til að heimsækja og fleira. Upp úr því samtali bættist við heill dagur í Skagafirði, tökuliðið fékk myndefni sem þau vantaði til að bæta við frá ýmsum stöðum á Norðurlandi og náðu samböndum við ýmsa samstarfsaðila sem bjóða þá þjónustu sem þau leituðu eftir.

Verkefni af þessu tagi koma reglulega inn á borð Markaðsstofunnar og viðbrögð samstarfsaðila eru alltaf jákvæð, enda gríðarleg tækifæri til markaðssetningar í þátttöku í verkefnum á borð við þetta.

Þátturinn er því miður ekki aðgengilegur utan Bretlands.

Smelltu á hlekkinn í athugasemd til að skoða fréttabréfið.

Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegf...
12/02/2025

Hvernig byggjum við snjallari ferðaþjónustu með stafrænni tækni? Hvað þurfa fyrirtæki að vita til að hefja stafræna vegferð, hver er ávinningurinn af að nýta sér stafræna tækni og gervigreind og hvað er eiginlega að gerast í þeirri þróun sem skiptir ferðaþjónustuna máli?

Þessum og fleiri spurningum verður leitast við að svara með góðum hópi gesta á næsta Menntamorgni ferðaþjónustunnar sem haldinn verður þriðjudaginn 18.febrúar frá kl 11:00-12:00. Menntamorgnar eru í boði Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka Ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna og eru öllum opnir í beinu streymi á Facebook.

Dagskráin er eftirfarandi:

“Býr þitt fyrirtæki yfir stafrænni færni?“ Ólína Laxdal, sérfræðingur hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.

“Eyðum meiri tíma í tæknina til að spara okkur tíma.“ Ástþór Þórhallsson, Deildarstjóri/Hótelsvið GODO.

„Gervigreind og hugbúnaður sem hugsar – Hvað er í gangi og af hverju skiptir það máli?“ Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab.

„Persónuleg, skilvirkari og snjallari þjónusta með gervigreind.“ Spurt og svarað með Nordic Visitor um innleiðingu „Ara“ Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri og Hafdís Þóra Hafþórsdóttir vöruþróunarstjóri hjá Nordic Visitor.

Fundarstjóri er Ragnhildur Sveinbjarnardóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands.

Address

Akureyri

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Markaðsstofa Norðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Markaðsstofa Norðurlands:

Videos

Share