Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2025 - Takk fyrir!
Stemmningin í Kórnum var frábær á Mannamótum 2025. Sjáumst að ári!
Er þitt fyrirtæki skráð á Mannamót?
Er þitt fyrirtæki skráð á Mannamót?
https://www.markadsstofur.is/is/vidburdir/mannamot/synendur
Mannamót er fjölmennasti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu þar sem rúmlega þúsund gestir hafa mætt og sýnendur verið um 250 talsins. Tilgangur Mannamóta er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustufólki sem staðsett er á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hægt að kynnast betur fólki í ferðaþjónustu og fjölmörgum fagaðilum sem koma á Mannamót.
Okkar Auðlind - Voigt Travel
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur um árabil boðið upp á bæði sumar og vetrarferðir til Norðurlands, með beinu flugi frá Amsterdam og Rotterdam. Ferðirnar hafa gengið mjög vel og samstarfið við norðlenska ferðaþjónustu hefur reynst vel. Marrit Galema frá Voigt Travel fer hér yfir þeirra reynslu af ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Okkar Auðlind - Freyja Rut hjá 1238; The Battle of Iceland
Aukin áhersla á að hafa opið allan veturinn og alla daga, er meðal þess sem 1238: The Battle of Iceland hefur gert til að taka betur á móti erlendum ferðamönnum sem koma fljúgandi með beinu millilandaflugi til Akureyrar. Framkvæmdastjórinn Freyja Rut Emilsdóttir segir hér frá áhrifum af slíku flugi og tækifærunum sem hún segir að séu svo sannarlega til staðar í vetrarferðaþjónustu í Skagafirði.
Okkar Auðlind - Arinbjörn á Greifanum
Uppbygging í ferðaþjónustu er þolinmæðisverk, segir Arinbjörn Þórarinsson framkvæmdastjóri Greifans. Beint flug til Akureyrar yfir vetrartímann sé gríðarlega mikilvægt og stór tækifæri séu á Akureyri til að taka á móti fleiri ferðamönnum.
Okkar Auðlind - Ragnhildur í Jarðböðunum
Starfsmenn Jarðbaðanna hafa þegar tekið eftir aukningu í komum breskra ferðamanna sem flugu til Akureyrar með easyJet. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að markaðssetja sig á þeim svæðum sem flogið er frá til Akureyrar yfir vetrartímann og vetrarferðaþjónusta á mikið inni, segir Ragnhildur Hólm hjá Jarðböðunum.
Árið 2023 - Jóhannes
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Jóhannes Árnason fer hér yfir þróun áfangastaðaáætlunar og sjálfbærni.
Árið 2023 - Rögnvaldur Már
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Rögnvaldur Már Helgason, verkefnastjóri upplýsingaþjónustu, útgáfu og almannatengsla fer hér yfir blaðamannaferðir árið 2023, framleiðslu og birtingu á efni fyrir samfélagsmiðla og vefi MN og útgáfu á kortum.
Halldór - Árið 2023
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Halldór Óli Kjartansson verkefnastjóri almannatengsla og markaðssóknar segir hér frá verkefnum á borð við Mannamót, Travel Tech, Ski Iceland og markaðssókn á Bretlandi í samhengi við flug easyJet.
Hjalti - Árið 2023
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N fer hér yfir árið 2023 hjá Flugklasanum, komu easyJet og fleira.
Katrín - Árið 2023
Á aðalfundi fórum við yfir starfsemi MN árið 2023 þar sem starfsmenn sögðu frá sínum verkefnum. Katrín Harðardóttir verkefnastjóri þróunar og samskipta við ferðaskrifstofur fer hér ýmislegt sem tengist Norðurstrandarleið og Demantshringnum, auk annarra verkefna.
Okkar Auðlind - Freyja Rut hjá 1238; The Battle of Iceland
Aukin áhersla á að hafa opið allan veturinn og alla daga, er meðal þess sem 1238: The Battle of Iceland hefur gert til að taka betur á móti erlendum ferðamönnum sem koma fljúgandi með beinu millilandaflugi til Akureyrar. Framkvæmdastjórinn Freyja Rut Emilsdóttir segir hér frá áhrifum af slíku flugi og tækifærunum sem hún segir að séu svo sannarlega til staðar í vetrarferðaþjónustu í Skagafirði.