Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

05/06/2025

Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller hafa rekið ferðaþjónustu að Ytra Lóni á Langanesi síðan 1998. Þau stunda einnig sauðfjár- og hrossarækt, skógrækt og margvíslegan hlunnindabúskap á jörðinni, en allt styður þetta vel hvað við annað.

Í dag bjóða Mirjam og Sverrir upp á íbúðagistingu, aðstöðu fyrir fundi og námskeið, auk veitingaþjónustu. Einnig bjóða þau upp á bæði göngu- og bílferðir um Langanes og víðar. Viðskiptavinir þeirra eru bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar.

„Okkar sérstaða er fólgin í okkar rólega umhverfi. Við getum boðið ferðamönnum upp á frið og ró, en einnig afar sterka tengingu við náttúruna og dýrin a bænum“

Engar breytingar urðu á kjörnum fulltrúum frá samstarfsfyrirtækjum í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, eftir aðalfund sem...
04/06/2025

Engar breytingar urðu á kjörnum fulltrúum frá samstarfsfyrirtækjum í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, eftir aðalfund sem haldinn var á Hótel Kea, mánudaginn 2. júní.

Laus voru tvö sæti á Norðurlandi eystra og eitt á Norðurlandi vestra, en engin framboð bárust gegn sitjandi stjórnarmönnum í stjórn MN, sem gáfu kost á sér áfram. Því fór svo að Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum var sjálfkjörinn í það sæti sem var laust á Norðurlandi vestra, og þau Sara Sigmundsdóttir frá Akureyri Whale Watching og Ármann Örn Gunnlaugsson frá Geosea í sætin sem voru laus á Norðurlandi eystra.

Á fundinum var einnig tilkynnt að Hlynur Jóhannsson verður fulltrúi SSNE í stjórn og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir verður áfram fulltrúi SSNV í stjórn.

Tvö framboð bárust um varamenn í stjórn, frá Tómasi Árdal hjá Arctic Hotels og Þorbjörgu Jóhannsdóttur frá Höldi. Bæði voru þau varamenn áður og þar sem engin önnur framboð voru þau sjálfkjörin til eins árs.

Lesa meira: https://www.northiceland.is/is/mn/frettir/breytingar-a-stjorn-mn-eftir-adalfund

Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Á sýningunni ...
28/05/2025

Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Á sýningunni er fjallað í máli og myndum um íslenska fjárhundinn og hvað það er sem gerir hann svo sérstakan. Sýningin verður opin í allt sumar, frá 9-18 alla daga og einnig verður hægt að skoða sýninguna á öðrum árstímum samkvæmt samkomulagi. Ef heppnin er með þér gætu íslensku fjárhundarnir á bænum tekið á móti þér, þau Sómi, Hraundís og Fönn!

Ferðaþjónusta á Lýtingsstöðum á sér langa sögu en þar er boðið upp á hestaferðir, gistingu og þar einnig að finna torfbæ sem var byggður til að sýna hvernig Íslendingar lifðu lengi vel. Sérstakt hús var byggt fyrir sýninguna og ýmis konar tækni nýtt til að segja sögu hundategundarinnar og sýna hina ýmsu eiginleika hennar.

Hér að neðan má sá myndir af sýningunni og frá opnuninni, þar sem tæplega 70 manns komu saman og fögnuðu þessari nýjustu viðbót í söguferðaþjónustu á Norðurland.

27/05/2025

„Við viljum vera með allt á hreinu“

„Áherslur fyrirtækisins snúast fyrst og fremst um að veita framúrskarandi þjónustu í sátt við umhverfi og samfélag“, segir Jón Gestur Ólafsson, gæða,- umhverfis og öryggisstjóri Hölds. Vegferð stefnumótunar hjá fyrirtækinu hófst í kringum 2006, þegar fyrirtækið fór í gegnum það ferli að fá vottun í umhverfis og gæðamálum. Fyrirtækið fékk síðan ISO 14001 vottun í umhverfismálum og ISO 9001 vottun í gæðamálum árið 2010. Umhverfisstefna var á þessum tíma mótuð og innleidd út frá greindum umhverfisþáttum og áherslum fyrirtækisins. Stefnan þróaðist svo með tímanum og áhersla á sátt við samfélagið og umhverfið í held var innleidd í stefnuna árið 2016. Sú breyting var í raun upphafið að stefnumótun um sjálfbæra þróun og samfélagslega ábyrgð, sem hefur svo verið leiðandi í starfsemi fyrirtækisins undanfarin ár.

Smelltu á hlekkinn í athugasemd til að lesa meira 📲

Grafíski hönnuðurinn Þórhallur Kristjánsson hefur unnið fyrir Markaðsstofu Norðurlands síðan 2009. Hann er höfundur að v...
26/05/2025

Grafíski hönnuðurinn Þórhallur Kristjánsson hefur unnið fyrir Markaðsstofu Norðurlands síðan 2009. Hann er höfundur að vörumerki MN, eins og svo mörgum öðrum íslenskum vörumerkjum. Hann hefur einnig hannað Norðurlandskortin sem eru prentuð árlega, bókina sem gefin var út um árabil, hreyfigrafík fyrir myndbönd og svo mætti lengi telja. Fingraför hans eru sjáanleg í öllu útgefnu efni og ásýnd MN.

Þórhallur, eða Halli eins og hann er kallaður, hefur rekið Effekt hönnunarhús Þórhallur um langt skeið en hefur nú ákveðið að draga verulega úr sínum störfum sem grafíker. Þar með lýkur farsælu og afar ánægjulegu samstarfi MN og Halla. Af því tilefni voru honum færðar þakkir fyrir samstarfið með blómvendi, gjafabréfi og korti og auðvitað tók hann við þessu öllu á þeim stað þar sem hann er þegar hann situr ekki við tölvuna að teikna - í hjólaskúrnum að brasa!

Kærar þakkir fyrir samstarfið Halli og njóttu þess sem framundan er!

21/05/2025

Veitingar beint frá býli skapa sérstöðu

Á bænum Vogum I í Mývatnssveit er rekin fjölbreytt ferðaþjónustustarfsemi, auk hefðbundins búskapar. Veitingahúsið Vogafjós er vinsæll viðkomustaður innlendra sem erlendra ferðamanna, en í tengslum við veitingastaðinn er einnig rekin sveitaverslun sem selur gjafavöru, minjagripi og handverksvörur. Einnig er rekið gistihús á bænum. Sérstaða Vogafjóss, sem veitingastaðar, felst í nánum tengslum starfseminnar við búskapinn á bænum, en gestum gefst tækifæri til að kíkja í fjósið, klappa kálfum og jafnvel fá að smakka ferska mjólk úr spena.

Smelltu á hlekkinn í athugasemd til að lesa meira 📲

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. júní 2025 kl. 13:00-15:00. Fundurinn verður haldinn á Múlabe...
21/05/2025

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. júní 2025 kl. 13:00-15:00. Fundurinn verður haldinn á Múlabergi, Hótel Kea á Akureyri. Öll eru hvött til þess að mæta á fundinn og athygli er vakin á því að aðeins þau sem mæta á staðinn geta tekið þátt í kosningu til stjórnar.

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar mánudaginn 2. júní 2025 kl. 13:00-15:00. Fundurinn verður haldinn á Múlabergi, Hótel Kea á Akureyri. Öll eru

13/05/2025

Úr vannýttri auðlind í verðmæti

Geosea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Sjóböðin á Húsavík, eins og þau eru nefnd á því ástkæra ylhýra, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 10-11 ársverk hjá fyrirtækinu og er starfsemin í gangi árið um kring. Vinsældir Sjóbaðanna hafa vaxið ár frá ári, en á árinu 2024 tók fyrirtækið á móti um 80 þúsund gestum. Erlendir og innlendir ferðamenn sækja böðin í ríku mæli, en einnig eru heimamenn duglegir að nýta sér aðstöðuna. Stofnun Sjóbaðanna á sínum tíma byggði á viðleitni heimamanna til að nýta vannýtta staðbundna auðlind á sjálfbæran hátt.

Smelltu á hlekkinn í athugasemd til að lesa meira 📲

„Þetta hefur mikil áhrif. Við erum í rauninni að taka stöðuna núna miðað við það að við getum orðið svona eitt mest vaxa...
08/05/2025

„Þetta hefur mikil áhrif. Við erum í rauninni að taka stöðuna núna miðað við það að við getum orðið svona eitt mest vaxandi svæði hérna í Norður-Evrópu í ferðaþjónustu. Við höfum setið eftir út af árstíðasveiflunni og því að vera ekki með beintengingu inn á svæðið. Nú er það breytast og fjárfestingarnar í hótelgistingu að koma í framhaldi. Markaðssetningin er að koma, vöruþróunin, og við höfum val um hvort við þróum svæðið þannig að við fáum ferðamenn til að stoppa í marga daga og kaupa þjónustu af okkur eða hvort við ætlum að enda sem eitthvert dagsferðasvæði sem er gert út af öðrum en heimamönnum. Sem yrði þá kannski byggt upp bara á háannatímanum eða bara sumrinu. Við viljum heilsársferðaþjónustu og við þurfum að leggja mikið á okkur til að halda í það og okkar sérstöðu.

Norðurland getur orðið eitt af mest vaxandi ferðaþjónustusvæðum í Norður-Evrópu ef rétt er á málum haldið. Þetta fullyrðir talsmaður ferðaþjónustunnar norðanlands og segir þau uppskera núna eftir margra ára undirbúning.

29/04/2025
Fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár var þátttakendum boðið að flytja ábreiðu af lagi að eigin vali. Keppen...
25/04/2025

Fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár var þátttakendum boðið að flytja ábreiðu af lagi að eigin vali.

Keppendur frá Bretlandi, Remember Monday, voru ekki í neinum vafa og völdu lagið Húsavík (My Hometown) sem varð frægt í Netflix-myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Sjáðu myndbandið og umfjöllun BBC um málið.
Hlekkur í fyrstu athugasemd.

Fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár var þátttakendum boðið að flytja ábreiðu af lagi að eigin vali. Keppendur frá Bretlandi, Remember Monday,

Píla hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár og hægt er að spila þennan skemmtilega leik víða á Norðurlandi...
16/04/2025

Píla hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár og hægt er að spila þennan skemmtilega leik víða á Norðurlandi. Í byrjun apríl var haldið mót í Sjallanum, þar sem tvö stór nöfn úr breska píluheiminum komu til að kynna og dæma á mótinu. Með í för var breskur blaðamaður sem kom með beinu flugi easyJet til Akureyrar, til að upplifa Norðurland og uppgötva einlægan píluáhuga heimamanna á Akureyri.

Sjá hlekk í athugasemd.

Visit Akureyri

Address

Akureyri

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Markaðsstofa Norðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Markaðsstofa Norðurlands:

Share