Norðurland

Norðurland Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað. www.nordurland.is

Norðurland er stór og hrífandi landshluti og þar má finna allt sem gerir Ísland að eftirsóttum stað: Menningu og blómlegt mannlíf, óendanlega möguleika til útivistar og afþreyingar, stórbrotna náttúru til sjávar og sveita og fleiri náttúruperlur en víðast er að finna.

Á vorin bræðir sólin snjóinn og landið klæðist grænum sumarskrúða sínum. Þá er tími útiveru, ferðalaga og endurnæringar. Sumir sk

reppa í gönguferðir, sund eða golf. Aðrir velja veiðar, útreiðartúra eða ævintýralegar siglingar á sjó, ám eða vötnum. Um allt Norðurland geta ferðamenn fundið eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á ferðir milli bæja, út í eyjar og inn á hálendið til að skoða fjöll, hveri, fossa, jökulár, eldgíga, sérkennilegt landslag og aðrar jarðmyndanir sem móðir náttúra hefur skapað. Ferðir um hálendið eru ógleymanlegar ævintýraferðir. Haustið býður upp á fallega liti og veturnir hafa líka sinn sjarma. Þá eru vetraríþróttir alls ráðandi, norðurljós iða á köldum himni og jafnvel myrkrið getur veitt mönnum innblástur og andagift.

Á Norðurlandi fá börn að leika sér frjálst og njóta náttúrunnar í öruggu og örvandi umhverfi. Fjölskylduferðir snúast um...
24/06/2025

Á Norðurlandi fá börn að leika sér frjálst og njóta náttúrunnar í öruggu og örvandi umhverfi. Fjölskylduferðir snúast um einföld en dýrmæt augnablik: fjársjóðsleit á ströndinni, hvalaskoðun eða fjör í sundlaugum.

Stefndu Norður í sumar með fjölskylduna - sjá hlekk í athugasemd📲

Á Norðurlandi fá börn að leika sér frjálst og njóta náttúrunnar í öruggu og örvandi umhverfi. Fjölskylduferðir snúast um einföld en dýrmæt augnablik: fjárs

Í sumar verða fjölmargir viðburðir á Norðurlandi, stórir sem smáir. Á vefsvæðinu nordurland.is er hægt að sjá viðburðard...
18/06/2025

Í sumar verða fjölmargir viðburðir á Norðurlandi, stórir sem smáir. Á vefsvæðinu nordurland.is er hægt að sjá viðburðardagatal og senda inn viðburði til að bæta þar við.

Í dag hefst Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra og þar er að finna fjölda minni viðburða sem tengjast henni.

Á morgun verður listasýning á Hofsósi og 100 ára afmælishátíð Skáksambands Íslands á Blönduósi.

Í lok júní verður svo Rabarbarahátíð í gamla bænum á Blönduósi.

Stefndu norður í sumar til að upplifa frábæra viðburði!

Norðlensku skíðasvæðin taka vel á móti öllum vetrarferðalöngum. Hefur þú prófað þau öll? Stefndu norður í vetrarfríinu o...
06/02/2024

Norðlensku skíðasvæðin taka vel á móti öllum vetrarferðalöngum. Hefur þú prófað þau öll?

Stefndu norður í vetrarfríinu og upplifðu ævintýri í brekkunum.

10/01/2024

Stefndu norður í vetur og upplifðu náttúruna, fjöllin og bæina í vetrarbúningi. Norðurland tekur vel á móti þér!

Hefur þú komið á nyrsta odda landsins á Melrakkasléttu? Kíkt á hið magnaða Heimsskautsgerði eða farið á útsýnispallinn v...
24/07/2023

Hefur þú komið á nyrsta odda landsins á Melrakkasléttu? Kíkt á hið magnaða Heimsskautsgerði eða farið á útsýnispallinn við Stórakarl á Langanesi? Væri ekki tilvalið að kíkja þangað á ferðalagi um Norðurland?

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Húsavík er stundum kölluð hvala-höfuðborg Íslands, enda er þar fjölbreytt úrval hvalaskoðunarferða og sérstakt safn tile...
23/07/2023

Húsavík er stundum kölluð hvala-höfuðborg Íslands, enda er þar fjölbreytt úrval hvalaskoðunarferða og sérstakt safn tileinkað hvölum. Þegar sólin brýst út er veðrið oft einna best í Ásbyrgi og þar stutt frá er að finna aflmesta foss Evrópu, Dettifoss.

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Náttúruperlurnar í Mývatnssveit eru fjölmargar og þar mætti staldra heillengi við til að skoða þær vel. Í nágrenninu eru...
22/07/2023

Náttúruperlurnar í Mývatnssveit eru fjölmargar og þar mætti staldra heillengi við til að skoða þær vel. Í nágrenninu eru tveir af fegurstu fossum landsins, Goðafoss og Aldeyjarfos. Hefur þú séð þá báða?

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Stefndu í sveitina og skoðaðu þig um í Eyjafjarðarsveit og Eyjafirði. Frábær matur, söfn, setur og auðvitað Jólagarðurin...
21/07/2023

Stefndu í sveitina og skoðaðu þig um í Eyjafjarðarsveit og Eyjafirði. Frábær matur, söfn, setur og auðvitað Jólagarðurinn. Á leiðinni áfram til Grenivíkur má kynna sér söguna í Laufási og njóta útsýnisins yfir allan Eyjafjörð.

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.
Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Upplifðu kyrrðina í Kjarnaskógi, fjölbreytta flóru í Lystigarðinum og slakaðu svo á í sundi. Hvað finnst þér skemmtilega...
20/07/2023

Upplifðu kyrrðina í Kjarnaskógi, fjölbreytta flóru í Lystigarðinum og slakaðu svo á í sundi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á Akureyri?

Skoðaðu tillögur að ferðalögum á nordurland.is til að fá innblástur fyrir þína ferð um Norðurland.

Sjá: https://www.northiceland.is/ferdatillogur

Address

Akureyri

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Norðurland posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Norðurland:

Share