Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Ferðafélag Fljótsdalshéraðs var stofnað árið 1969 og er deild í Ferðafélagi Íslands. Vefsíða: www.ferdaf.is

Helstu verkefni félagsins eru rekstur gistiskála, skipulagning ferða og gerð göngukorta. Félagið skipuleggur á hverju ári ferðir fyrir félagsmenn og birtist áætlun yfir þær í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands og á heimasíðu félagsins www.fljotsdalsherad.is/ferdafelag

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs á og rekur s*x gistiskála. Sá nýjasti þeirra er í Loðmundarfirði og er hann eins og skálarnir í Breiðuvík

og Húsavík rekinn í samstarfi við ferðamálahópinn á Borgarfirði eystra. Einnig á Ferðafélag Fljótsdalshéraðs ásamt Ferðafélagi Húsavíkur, Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Félagið hefur gefið út gönguleiðakort fyrir Fljótsdalshérað, Jökudalsheiði, Út Hérað og Vopnafjörð, nágrenni Snæfells og nágrenni Kverkfjalla. Kortin fást í skálunum, á upplýsingamiðstöð ferðamála á Egilsstöðum og víðar. Þar er einnig hægt að fá gönguleiðakort af Víknaslóðum ásamt lýsingum á gönguleiðum. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er með tvö spennandi verkefni í gangi, annars vegar Perlur Fljótsdalshéraðs og hins vegar Heiðarbýlin í göngufæri.

Myndir úr ferð FFF í Þerribjörg þann 10 ágúst.Myndir Katrín Reynisdóttir
21/08/2025

Myndir úr ferð FFF í Þerribjörg þann 10 ágúst.
Myndir Katrín Reynisdóttir

Ævintýrin gerast hjá okkur.
19/08/2025

Ævintýrin gerast hjá okkur.

Geggjaður hópur á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Náttúruskólans gekk í Egilssel frá Sauðárvatni 8 ágúst og heim 1...
13/08/2025

Geggjaður hópur á vegum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Náttúruskólans gekk í Egilssel frá Sauðárvatni 8 ágúst og heim 11 ágúst. Við dvöldum í skála Ferðafélags Fljótsdalshéraðs 3 nætur og gengum út frá skálanum í Tröllakróka og Víðidal. Þetta var vá vá ferð því útsýni var stórkostlegt. Hópurinn samanstóð af 8 börnum og 8 fullorðnum , sá yngsti í hópnum er 7 ára. Þvílíkir göngugarpar.

Landvörður í Stórurð og sjálfboðaliðar á vegum Náttúruverndarstofnunar, nutu veðurblíðunnar í botn við störf sín á svæði...
23/07/2025

Landvörður í Stórurð og sjálfboðaliðar á vegum Náttúruverndarstofnunar, nutu veðurblíðunnar í botn við störf sín á svæðinu í síðustu viku. Hitinn var meira að segja í hærra lagi fyrir langa daga og erfiðisvinnu og sjóböð eða böð í jökultjörninni voru því vinsæl og vel þegin eftir vinnudaginn.

Byggðar voru steintröppur á bröttum kafla í Stórurð sem verður sleipur þegar bleyta er og hefur valdið rofi á göngustígnum. Það var heilmikil vinna að finna hæfa steina og passa að þeir færu vel í landslaginu. Síðan var að venju farið í Stapavík og safnað saman rusli í fjörunni sem var töluvert eins og fyrri ár. Einnig voru settar niður votlendisbrýr á blaut svæði á gönguleiðinni til að hlífa gróðri og halda gönguskóm gesta þurrum.

Frábær og afkastamikil vika með flottum sjálfboðaliðum frá Englandi, Wales, Írlandi, Portúgal og Frakklandi 👌🌱

Minnum á að vinnupallarnir eru komnir í hús hjá okkur.
18/06/2025

Minnum á að vinnupallarnir eru komnir í hús hjá okkur.

Ný sending af vinnupöllum, mætt í hús hagstætt verð.
Nánar upplýsingar hjá Þórhalli í síma 8932858
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs í síma 8635813
eða senda póst á [email protected]

Ný sending af vinnupöllum, mætt í hús hagstætt verð.Nánar upplýsingar hjá Þórhalli í síma 8932858Ferðafélag Fljótsdalshé...
22/04/2025

Ný sending af vinnupöllum, mætt í hús hagstætt verð.
Nánar upplýsingar hjá Þórhalli í síma 8932858
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs í síma 8635813
eða senda póst á [email protected]

31/01/2025

Ævintýraferð fjölskyldunnar í Egilsseli og Ævintýrafjölskylduferð í Loðmundarfjörð. 16.- 17. ágúst. eru uppseldar en tökum niður á biðlista.

28/01/2025

Vegna vetrarfrís verður lokað á skrifstofu Ferðafélags Fljótdalshéraðs frá 29 janúar til og með 14 febrúar opnum aftur 17 ferbrúar.
Svarað verður í síma 8639236 og tölvupósti á netfangið [email protected].
Ef vantar að kaupa hálkubrodda þá endilega hringið í hann Þorvald 8663237 og hann aðstoðar ykkur. :)
Bestu kveðjur Þórdís

20/12/2024
Er ekki um að gera að lauma halkubroddum í jólapakkana.
18/12/2024

Er ekki um að gera að lauma halkubroddum í jólapakkana.

Nú þegar vetur konungur er á næsta leit, þá langar okkur að minna á Broddana sem við erum með til sölu.

Address

Tjarnarás 8
Egilsstaðir
700

Opening Hours

Monday 08:00 - 13:00
Tuesday 08:00 - 13:00
Wednesday 08:00 - 13:00
Thursday 08:00 - 13:00
Friday 08:00 - 13:00

Telephone

+3548635813

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ferðafélag Fljótsdalshéraðs posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Ferðafélag Fljótsdalshéraðs:

Share

Category