13/10/2024
Síðasta ár hjá Two Wheels Travel hefur verið eytt í undirbúning á virkilega nýjum og spennandi áfangastöðum!
Okkar helsti fararstjóri og hugmyndasmiður, Eiríkur Viljar, hefur verið á 13 mánaða flakki víðsvegar um heiminn og kynnt sér aðstæður í Mið- og Suður Ameríku.
Hvernig hljómar reiðhjólaævintýri í Nicaragua & Kosta Ríka þar sem hjólað er um og í kringum eldfjöll og svarta sanda sem minna helst á hálendi Íslands ásamt því að fara um regnskóga og hvítar strendur Kosta Ríka og upplifa allt það einstaka dýralíf sem er að finna þar?
Nú, eða mótorhjólaferð um sveitir og kaffiræktunarsvæði Kólombíu með öllum þeim djúpu dölum og gömlu “Kólóníal borgum” sem má finna í því ótrúlega landi.
Flestar ferðir TWT í vetur eru uppseldar en förinni er heitið til Kambódíu & Víetnam og spenningurinn er mikill enda einstök upplifun að ferðast um þau lönd.
Opnað hefur verið fyrir dagsetningar í apríl næstkomandi í hina einstöku mótorhjólaferð til norður Víetnam og um að gera hafa hraðar hendur því sú ferð seldist upp síðast á skotstundu!
Næstu reiðhjólaferðir TWT eru Kúba í mars 2025 og Kambódía & Víetnam í nóvember 2025.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Two Wheels Travel:
- www.twt.is