Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing

Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing Söguferðir um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi. Sightseeing tours in English. Pantanir fyrir hópa í síma 820-3322 og [email protected].

Sögugöngur og söguferðir um Hveragerði og nágrenni með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi. Sagt er frá sögu Hveragerðis og hvernig íbúar hafa nýtt hverahitann í gegnum tíðina í sínu daglega lífi og til atvinnu. Historical walking tours in English in Hveragerdi, South Iceland. History of Hveragerði is extraordinary due to the geothermal heat. Not many places on earth have a live geothermal area in the

town center, as is the case in Hveragerði. The walking tours tell how the inhabitants of Hveragerdi have lived with the geothermal heat and how they have utilized it and used it in daily lives. Bookings for groups: Tel: +354 8203322. Email: [email protected]

Þökkum þeim fjölmörgu sem komu með okkur í söguferð á Blómstrandi dögum og góðu samstarfi við Guðmund Jónasson.
20/08/2025

Þökkum þeim fjölmörgu sem komu með okkur í söguferð á Blómstrandi dögum og góðu samstarfi við Guðmund Jónasson.

🌹🌼Blómstrandi dagar í 30 ár 🌻🌷Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar í Hveragerði fagnar í ár 30 ára afmæli og fer hún fram 14.–...
13/08/2025

🌹🌼Blómstrandi dagar í 30 ár 🌻🌷

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar í Hveragerði fagnar í ár 30 ára afmæli og fer hún fram 14.–17. ágúst. Hátíðin var fyrst haldin sumarið 1995, á þeim tíma sem bæjarhátíðir voru að ryðja sér til rúms víða um land.

Upphaflega stóð hópur áhugafólks úr atvinnulífi Hveragerðis að hátíðinni með það markmið að kynna bæinn og laða gesti til hans. Fyrstu sumrin sem hátíðin var haldin fóru Blómstrandi dagar fram þrjár helgar: ein í júní og ein í júlí sem voru ætlaðar gestum, og ein í ágúst fyrir bæjarbúa sem var eins konar uppskeruhátíð. Frá 1997 var hátíðin haldin tvær helgar, en frá árinu 2000 hefur hún farið fram eingöngu í ágúst, nema árið 2002 þegar hún var tvívegis.

Frumkvöðlar Blómstrandi daga voru m.a. Herdís og Erna Þórðardætur, Birgir S. Birgisson, Aðalheiður Ásgeirsdóttir, Kristinn Grétar Harðarson og Ásgeir Egilsson. Þau sáu um dagskrá, bókuðu viðburði, öfluðu styrkja og auglýsinga, sáu um dreifingu efnis á hvert heimili í bænum og lögðu mikið á sig svo að hátíðin yrði að veruleika. Vinnan bar árangur, þúsundir gesta mættu fyrsta sumarið og dagskráin var glæsileg, með brekkusöng í Lystigarðinum Fossflöt sem hápunkt sem síðan hefur verið fastur liður á Blómstrandi dögum.

Um aldamótin tók Hveragerðisbær við skipulagningu hátíðarinnar og hefur haldið utan um hana síðan. Blómstrandi dagar hafa farið fram á hverju ári að undanskildum árunum 2020 og 2021 þegar hátíðin féll niður vegna samkomutakmarkana.

Blómstrandi dagar eru fyrir löngu orðnir ómissandi hluti af bæjarlífi Hveragerðis. Meðal fastra liða eru brekkusöngur í Lystigarðinum, flugeldasýning, tónleikar, markaðir, leiktæki, heilsutengd dagskrá, garða- og götuskreytingar og blómaball. Frá árinu 2007 hefur Ísdagur Kjöríss einnig verið fastur þáttur hátíðarinnar, þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval ísbragðtegunda.

Hvaða góðu minningar átt þú frá Blómstrandi dögum?

Söguferðir á Blómstrandi dögumLaugardaginn 16. ágúst 2025 býður Hveragerðisbær upp á söguferðir um Hveragerði með Nirði ...
10/08/2025

Söguferðir á Blómstrandi dögum

Laugardaginn 16. ágúst 2025 býður Hveragerðisbær upp á söguferðir um Hveragerði með Nirði Sigurðssyni, sagnfræðingi. Farið verður um Hveragerði á gamalli rútu og sagt frá sögu staðarins. Brottför er frá bæjarskrifstofum Hveragerðis, Breiðamörk 20, kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00. Ókeypis er í ferðirnar og öll velkomin.

Dagskrá Blómstrandi daga má finna hér: https://www.facebook.com/blomstrandidagar/posts/pfbid02JzTW8PjP1KTuGRLPxmhNiCVfKSTz6fW9bPcY9EEQfiTGk5GLLocdcmX9qbjDNNxXl

Ungmennafélag Ölfushrepps var stofnað í Kvennaskólanum á Hverabökkum í Hveragerði þann 5. janúar 1935. Í byrjun sjöunda ...
31/07/2025

Ungmennafélag Ölfushrepps var stofnað í Kvennaskólanum á Hverabökkum í Hveragerði þann 5. janúar 1935. Í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar var nafni félagsins breytt í Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfus (UFHÖ) enda var meginstarfsemi félagsins í þéttbýlinu í Hveragerði. Kjartan Kjartansson (f. 1938) smiður og síðar starfsmaður í íþróttahúsinu í Hveragerði og heiðursfélagi Íþróttafélagsins Hamars lýsti nafnabreytingunni í viðtali árið 2012:

„Við fórum stundum í keppnisferðir í fótboltanum út á land og það vissi enginn hvar Ölfus var og því fannst okkur að Hveragerði þyrfti að koma inn í nafn félagsins. Gömlu bændurnir í Ölfusinu sem voru í stjórninni voru nú ekkert á því og vildu alls ekki tapa Ölfusnafninu. Það var svo ekki fyrr en 1963 sem við náðum því að nafni félagsins var breytt í Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfus – UFHÖ.“

Merki félagsins var skjöldur með bláum jaðri, inn í er goshver og skammstöfun félagsins sitt hvorum megin við og neðst nafn bæjarins Hveragerði. Á meðfylgjandi myndum eru tvær myndir af merki UFHÖ. Annars vegar viðurkenningarskjal með merki félagsins þar sem stofndagur félagsins er í gufustróknum og hins vegar borðfáni.

Örlög UFHÖ urðu þau að félagið varð gjaldþrota árið 1992 vegna skuldasöfnunar í tengslum við skafmiðahappdrætti félagsins sem nefndist Ferðaþristur. Íþróttafélagið Hamar var stofnað á grunni UFHÖ árið 1992.

Heimildir: Hjalti Helgason og Njörður Sigurðsson: „Viðtal við Kjartan Kjartansson.“ Íþróttafélagið Hamar – 20 ára afmælisrit. (Hveragerði, 2012), bls. 13-14.
Ljósmyndir: Valdimar Hafsteinsson og Birkir Marteinsson.

Heimildarmyndin Skáldagatan í Hveragerði, sem var frumsýnd á RÚV í upphafi árs 2019, er nú aðgengileg fyrir alla á Youtu...
28/05/2025

Heimildarmyndin Skáldagatan í Hveragerði, sem var frumsýnd á RÚV í upphafi árs 2019, er nú aðgengileg fyrir alla á Youtube. Í myndinni er fjallað um einstakt samfélag listamanna í Hveragerði um miðja 20. öld og hina svokölluðu Skáldagötu (nú Frumskógar). M.a. er rætt við afkomendur listamannanna og fræðimenn, og sýnt úr gömlum viðtölum við hin svokölluðu Hveragerðisskáld.

Hér má finna heimildarmyndina:

Heimildarmynd um Skáldagötuna í Hveragerði. Um miðja 20. öld bjuggu þar mörg af þekktustu skáldum þjóðarinnar og fékk gatan upphaflega nafnið vegna þess. Nú ...

Hveragerðiskirkja var vígð þann 14. maí 1972 og er hún byggð eftir teikningum Jörundar Pálssonar arkitekts hjá Húsameist...
15/05/2025

Hveragerðiskirkja var vígð þann 14. maí 1972 og er hún byggð eftir teikningum Jörundar Pálssonar arkitekts hjá Húsameistara ríkisins. Steindir gluggar í safnaðarheimili og kórgluggi eru verk Höllu Haraldsdóttur, glerlistakonu. Kórglugginn, sem var vígður árið 1985, er stílfærð Kristsmynd og vísa litir og form til jarðhita, gufu, blóma og gróanda umhverfisins. Stjarna og kross efst í verkinu tákna birtu vonar og hinn helga kross og að Hveragerði sé á krossgötum í þjóðbraut.

Garðykjustöðin við Breiðamörk 3 í Hveragerði þann 1. febrúar 1984. Þar er nú rekið kaffi- og veitingahúsið Rósakaffi. Ga...
26/02/2025

Garðykjustöðin við Breiðamörk 3 í Hveragerði þann 1. febrúar 1984. Þar er nú rekið kaffi- og veitingahúsið Rósakaffi. Garðyrkjustöðina stofnaði Ágúst Kristófersson. Starfsemin hefur borið ýmis nöfn í gegnum tíðina, m.a. Gróska og Græna höndin.

Ljósmyndirnar eru úr skjalasafni Byggingastofnunar landbúnaðarins sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands.

Við Reykjafoss í Varmá í Hveragerði sjást enn sökklar ullarverksmiðju sem bar sama nafn og fossinn. Ullarverksmiðjan sta...
10/01/2025

Við Reykjafoss í Varmá í Hveragerði sjást enn sökklar ullarverksmiðju sem bar sama nafn og fossinn. Ullarverksmiðjan starfaði á árunum 1902-1914. Húsið, sem verksmiðjan var í, var tveggja hæða timburhús með risi, 110 m² að grunnflatarmáli. Vatn var leitt í stokki eða rennu úr Varmá að verksmiðjunni og þar var vatnshjól sem snéri öxlum og reimum sem tengdar voru við vélar verksmiðjunnar. Húsið var rifið niður árið 1915 eftir að starfsemi hætti í húsinu og timbrið og vélarnar seldar á uppboði.

Hér má sjá ljósmynd af Ullarverksmiðjunni Reykjafossi sem sýnir vatnsstokkinn eða vatnsrennuna vel þar sem hún liggur úr Varmá að húsinu. Á meðfylgjandi korti, sem mælt var fyrir 1921, eða 6 árum eftir að hús ullarverksmiðjunar var rifið, er grunnur hússins teiknaður inn, tóftir af útihúsum ásamt stíflu í Varmá og steinsteyptri vatnsrennu í ánni sem nú er horfin. Einnig sést vegurinn að Reykjum í Ölfusi og hvar var farið á vaði yfir Varmá. Þá er auglýsing úr blaðinu Suðurlandi frá 1913 um Reykjafossverksmiðjuna og nýleg ljósmynd af grunni verksmiðjunnar.

Hveragerði 1930Ljósmynd af Hveragerði frá 1930, líklega tekin í júní eða júlí. Á henni sést Mjólkurbú Ölfusinga sem tók ...
04/01/2025

Hveragerði 1930

Ljósmynd af Hveragerði frá 1930, líklega tekin í júní eða júlí. Á henni sést Mjólkurbú Ölfusinga sem tók til starfa 1. apríl sama ár. Leiðslur liggja frá hverasvæðinu að mjólkurbúinu en jarðhitinn var nýttur í framleiðslu á mjólkurvörum. Neðan við mjólkurbúið er húsið Egilsstaðir risið sem var byggt sem sumardvalarheimili fyrir börn og síðar var barnaskóli í húsinu. Ofan við mjólkurbúið er byrjað að slá upp fyrir þinghúsi Ölfushrepps, þar sem nú er Skyrgerðin.

Ljósmynd frá Mjøsmuseet í Noregi.

Kanadíska hersveitin Les Fusiliers Mont-Royal við útimessu í Hveragerði 15. september 1940. Vopnaðir hermenn hafa raðað ...
24/08/2024

Kanadíska hersveitin Les Fusiliers Mont-Royal við útimessu í Hveragerði 15. september 1940. Vopnaðir hermenn hafa raðað sér báðum megin við Breiðumörk. Ef rýnt er í myndina má sjá að presturinn stendur á palli sem hefur verið reistur við hús Mjólkurbús Ölfusinga (Breiðamörk 26). Til samanburðar er nýleg mynd af sama sjónarhorni.

Grýluvöllur í HveragerðiÁ vef RÚV er skemmtileg umfjöllun um flottustu fótboltavelli/vallarstæði landsins og þar er Grýl...
26/04/2024

Grýluvöllur í Hveragerði

Á vef RÚV er skemmtileg umfjöllun um flottustu fótboltavelli/vallarstæði landsins og þar er Grýluvöllur í Hveragerði ofarlega á blaði, sjá hér: https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/2024-04-26-thetta-eru-flottustu-vellir-islands-410881

Fyrsti leikur sem var spilaður á Grýluvelli var leikur Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfuss (UFHÖ) á móti Létti í 4. deild þann 2. júlí 1988. UFHÖ vann leikinn 9-2. Í umfjöllun um þennan fyrsta leik á Grýluvelli birtist svo í dagblaðinu DV fyrirsögnin „Grýta gaus 9 sinnum“ með vísun í hversu mörg mörk UFHÖ skoraði í leiknum. Í fréttinni sagði m.a.: „Hvergerðingar eru á mikilli siglingu og löbbuðu yfir Léttismenn á hinum glæsilega grasvelli sínum við Grýtuhver. […] Grýta hafði varla undan en Hvergerðingar höfðu lofað því að hún gysi við hvert mark!“

Grýluvöllur dregur nafn sitt af goshvernum Grýlu sem er aðeins 70 metra frá vellinum en sá misskilningur hefur lifað lengi að goshverinn heiti „Grýta“ eins og sjá má í fyrirsögn og umfjöllun DV. Á 20. öld gaus Grýla reglulega á tveggja stunda fresti um 10-12 metra háum gosum en jafnframt var hægt að fá hana til að gjósa með því að hella sápu í hverinn. Grýla hefur ekki gosið í um aldarfjórðung.

Grýluvöllur er heimavöllur Hamars í Hveragerði.

Hér má finna stutta umfjöllun um rangnefni goshversins Grýlu: https://www.facebook.com/photo/?fbid=885872318219266&set=a.508984545908047

Skömmu eftir að Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld tók kanadíska hersveitin Les Fusiliers Mont Royal v...
07/04/2024

Skömmu eftir að Ísland var hernumið af Bretum í síðari heimsstyrjöld tók kanadíska hersveitin Les Fusiliers Mont Royal við vörnum Suðurlands í júlímánuði 1940. Hersveitin setti upp höfuðstöðvar í Hveragerði og voru tjaldbúðir m.a. reistar á flötinni við Varmá þar sem nú er lystigarðurinn Fossflöt. Sjá meðfylgjandi myndir af hersveitinni í Hveragerði. Í lok október sama ár yfirgaf hersveitin Ísland og var send til Bretlands til að sinna vörnum Bretlandseyja. Þann 19. ágúst 1942 tók Les Fusiliers Mont Royal þátt í árásinni á Dieppe í Frakklandi gegn þýska hernum og varð mikið mannfall í herjum bandamanna, en af 6.086 hermönnum bandamanna sem stigu á land í Dieppe voru 3.623 drepnir, særðir eða handteknir. Mannfall kanadískra hersveita var um 68% í árásinni og hafði því mikil áhrif á Les Fusiliers Mont Royal. Mörgum þótti árásin á Dieppe misheppnuð en bandamenn töldu sig hafa lært mikið af henni. Breski lávarðurinn og aðmírállinn Mountbatten, sem var einn af skipuleggjendum árásinar, sagði síðar: „Ég efast ekki um að innrásin í Normandí hafi unnist á ströndum Dieppe. Fyrir hvern mann sem féll í Dieppe hljóta að minnsta kosti tíu lífum hafa verið hlíft í Normandí árið 1944.“ Í byrjun júlí 1944 voru hermenn Les Fusiliers Mont Royal sendir inn í Frakkland sem hluti af öðrum kanadískum hersveitum og börðust í Norðvesturhluta Evrópu til loka stríðsins í maí 1945.

Ljósmyndir: Imperial War Museum í London og vefur Les Fusiliers Mont Royal.

Address

Borgarhraun 34
Hveragerði
810

Telephone

+3548203322

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Business

Send a message to Söguferðir í Hveragerði / Hveragerði Sightseeing:

Share

Category