26/01/2020
Í hjarta Moskvu, rétt við Rauðatorgið og Kreml er nýr skemmtigarður „Zaryadye“ en áður stóð þar stærsta hótel Evrópu – hótel Rossíja, fyrir s*xþúsund gesti, sem var mjög vinsælt hér áður fyrr. Garðurinn er sannarlega nýtt aðdráttarafl en hann er hannaður af breskum sérfræðingum. Ætlunin var að reisa verslanir og skrifstofur en deilt var um þær áætlanir og núverandi stjórnvöld völdu almenningsgarð sem opnaði 2017 á 13 hektara svæði, líklega á dýrasta byggingarsvæði heims, með einstöku útsýni á sjálfa Kremlarmúra.
Lögð er áhersla á hátækni og nútíma vísindi bæði fyrir börn og fullorðna, myndsýning er í sérstökum sal þar sem hægt er að fara í flugferð yfir merkustu staði stærsta lands veraldar, það er ótrúleg upplifun, að vera spenntur í stól, eins og í flugvél og finna vindinn og kalda þoku þegar „flogið“ er yfir Rússlandi. Þar er fornleyfauppgröftur og safn plantna frá öllum gróðurbeltum Rússlanda og tónleikasalir með einstakri hönnun sem taka allt að 1 600 gesti. Hægt er að breyta sölunum eftir nýustu tækni, t.d. í móttökusal eða danshöll og mögulegt er að lát sætin lyftast um 2,5 m, hljómsveitargryfja er til staðar en það tekur aðeins 40 mínútur til að ljúka breytingarferlinu fyllilega.
Rétt er að benda sérstaklega „brúin, þar sem svifið er yfir vötnum“ sem er V laga brú sem nær út á Moskvuánna og til baka, þannig að menn standa yfir ánni, tilfinningin er að menn virðast svífa yfir Moskvuánni - nauðsynlegt að prófa! Þessvegna valdi áætlanagerð borgarinnar þetta lýsandi nafn á brúnna sem er sú eina í Rússlandi sinnar tegundar en hún er 70 m, byggð úr málmi og án stuðnings eða stöpla.
@ Moscow, Russia