07/03/2025
Hérna er eitthvað sem allt útivistarfólk ætti að stefna að:
Gönguskíðaferð yfir hinn víðáttumikla Vatnajökulsjökul er einstök upplifun fyrir allt ævintýragjarnt útivistarfólk. Fáir staðir á jörðinni bjóða upp á tækifæri til sambærilegs leiðangurs innan eins þétts tímaramma. Þetta ferðalag gerir þér kleift að safna mikilli reynslu og færni á nokkrum dögum.
Þessi ferð er ekki bara ævintýri; þetta er upplifun sem þú býrð að um ókomin ár. Víðáttur jökulsins er eitthvað sem allir verða að upplifa, og ekki skemmir fyrir að við gistum tvær nætur á Grímsfjalli. Þar er hægt að endurstilla sig, borða góðan mat og slaka á í gufubaði; það er fátt sem toppar það.
🥾Leiðangurinn tekur 9 daga í heildina, með akstri til og frá jökli.
🗻Litlir hópar, þar sem hámark er 6 manns á leiðsögumann.
⛺Innifalið í verði er akstur með jeppum til og frá jökli, allur matur, eldunarbúnaður, púlkur(sleðar), gisting í skálum og jöklatjöld.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri.
‘Aætluð brottför er 3.Maí; ath, daginn fyrir brottför er undirbúningsfundur með öllum hópnum þar sem hópurinn hittist, farið er yfir búnaðinn og athugað hvort allt sé klárt. >
Embark on an adventure of a lifetime by crossing Vatnajökull, the largest glacier ice cap in Europe, with expert guides. Learn more.