Skálholt

Skálholt Skálholt er mennta- og menningarsetur Þjóðkirkjunnar. Skálholt – a thousand years of history Concerts are held on most weekends during summer.

You can find cultural events and religious services all year round in Skálholt. A history path is marked out around Skálholt, rich in history at every step, and guided tours are available for groups. We offer excellent facilities for conferences, workshops, retreats and educational and cultural tourism. The conference room seats 40 – 50 people and can be divided into three smaller rooms. Accommoda

tion: Full accommodation is provided for up to 45 people in single and double rooms with and without private bath. An adjacent camp within short walking distance (4-5 min.) can accommodate 21 people in simple housing at lower rates. Food service: The restaurant can serve 100 people. It offers, among other things, traditional Icelandic food made by recipes from the 12th century for groups. The dinners for traditional Icelandic food need to be ordered in advance. Event and tourist management Skálholt

Velheppnuð Skálholtshátíð að baki Skálholtshátíð var að venju haldin á Þorláksmessu á sumar og var mikið um dýrðir á fal...
22/07/2025

Velheppnuð Skálholtshátíð að baki

Skálholtshátíð var að venju haldin á Þorláksmessu á sumar og var mikið um dýrðir á fallega staðnum okkar. Skálholtshátíð safnar saman fólki hvert ár, í kringum listir, helgihald, göngur, sögu og upplifanir, í minningu Þorláks helga Þórhallssonar, verndardýrlings Íslands.

Í ár var yfirskrift hátíðarinnar „Á eina bókina – eitt í Kristi“. Var athyglinni m.a. beint að starfi Brynjólfs Sveinssonar biskups (1605-1675), þess mikla snillings og bókasafnara, á sérstöku málþingi með þáttöku sérfræðinga í kirkjusögu og íslenskum handritum. Í því samhengi var einnig tekið á móti bókasafni sr. Sigurbjörns Einarssonar sem verður til heimilis í Skálholti. Einnig var opnað fyrir almenningi bókasafnið sem hefur kúrt í turni Skálholtskirkju en hefur núna fengið verðugan og aðgengilegan sess í Bókhlöðu Skálholts.

Annað málþing sem var vel sótt, var haldið í tilefni 1700 ára afmælis Níkeujátningarinnar og þar var líf Kirkjunnar sem játandi kirkju tekið til skoðunar út frá samtímanum. Þar lögðu til málanna innlendir og erlendir álitsgjafar og áhrifavaldar á sviði samkirkjumála.

Hefð er fyrir því að Skálholtskórinn skíni á hátíðinni og á því varð engin breyting. Að auki var vígður og tekinn í notkun Steinway flygill Skálholts sem gladdi og hóf upplifun viðstaddra á æðra plan með sínum fögru tónum.

Skálholtshátíð er ekki síst vettvangur sem vinir Skálholts hittast og eiga saman góða stund. Í hátíðarmessunni þjónuðu leikir og lærðir víða að komnir, vígslubiskup prédikaði og alvöru íslenskt kirkjukaffi á eftir.

Hátíðarsamkoma Skálholtshátíðar er viss hápunktur helgarinnar. Nú töluðu Guðrún Nordal, Jón Kalman Stefánsson, Dirk Lange og biskup Íslands til viðstaddra og Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar glöddu eyrun.

Ekki skal gleyma að þakka fyrir þátttöku pílagríma á öllum aldri, en áralöng hefð er fyrir því að hópur gangi frá Borgarfirði til Skálholts þessa helgi og taki virkan þátt í hátíðarmessunni. Í ár var líka athyglinni beint að ungum pílagrímum sem fengu sína sérstöku göngu, og einnig var haldin sérstök dagskrá um fornleifarannsóknir á staðnum við hæfi hinna yngri.

Skálholtshátíð 2025 var sannarlega veisla í gleði, trú, kærleika og von. Við þökkum fyrir allt og allt, sjáumst að ári.

Verið velkomin á Skálholtshátíð og velkomin á safnið sem mikið hefur verið talað um en er núna loksins komið í viðunandi...
19/07/2025

Verið velkomin á Skálholtshátíð og velkomin á safnið sem mikið hefur verið talað um en er núna loksins komið í viðunandi húsnæði. En við biðjum alla að gæta þess að snerta ekki bækurnar heldur bara skoða þær í hillunum.

Bókhlaða Skálholts verður formlega opnuð með yfirlýsingu í messu og hátíðardagská Skálholtshátíðar. Fólki er boðið að koma í Bókhlöðuna sunnudaginn 20. júlí milli kl. 12 og 18 og skoða aðstöðuna sem er á jarðhæðinni í Gestastofu. Þar verður hægt að sjá bækurn...

Skálholtshátíð verður haldin nú um helgina 18. - 20. júlí. Verið innilega velkomin að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá a...
16/07/2025

Skálholtshátíð verður haldin nú um helgina 18. - 20. júlí.

Verið innilega velkomin að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá alla helgina.

Málþing - Útimessa - Ragnheiðarganga - Hátíðartónleikar - Fornleifaskóli barnanna - Hátíðarmessa - Pílagrímaganga - Hátíðardagskrá - kirkjukaffi á Hvönn.

Góðir gestir, vinir og velunnarar Skálholtsstaðar koma saman og gera hátíðina sem besta úr garði.

Dagskrána má lesa hér en ítarlegri dagskrá er á skalholt.is

Afar fróðlegt málþing á Skálholtshátíð laugardaginn 19. júlí kl. 10-12.
04/07/2025

Afar fróðlegt málþing á Skálholtshátíð laugardaginn 19. júlí kl. 10-12.

Málþing um trúarjátningu, játningar, samfélag og köllun. "A confessing church: From Nicaea to now. An exploration of creed, confessions, communion, and calling" með dr. Dirk G. Lange, dr. Maríu Guðrúnar Ágústsdóttur, sr. Sveini Valgeirssyni, dr. Arnfríði Guðmundsdóttur og Boga Ág....

Í fréttatíma Ríkissjónvarpsins var fjallað um flutning bókasafnsins úr kirkjuturni Skálholtsdómkirkju. Sjá fréttina hér:...
02/07/2025

Í fréttatíma Ríkissjónvarpsins var fjallað um flutning bókasafnsins úr kirkjuturni Skálholtsdómkirkju.
Sjá fréttina hér:

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Address

Selfoss

Opening Hours

Monday 09:00 - 18:00
Tuesday 09:00 - 18:00
Wednesday 09:00 - 18:00
Thursday 09:00 - 18:00
Friday 09:00 - 18:00
Saturday 09:00 - 18:00
Sunday 09:00 - 18:00

Telephone

+3544868801

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skálholt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share